Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 16:48 Eldurinn kom upp í vinnsluþilfari Jökuls ÞH 299. RNSA Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út. Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út.
Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira