„Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2024 11:32 Elliot faðmar hér hjúkrunarfræðing sem sinnti honum á deild 13EG í vor. Zak fylgist kátur með. Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag. Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Zak og Elliott höfðu aðeins verið nokkrar klukkustundir á Íslandi 19. apríl síðastliðinn þegar slysið varð, á þjóðveginum rétt vestan við Hellu. Zak lýsti atburðarásinni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 níu dögum síðar, þegar Elliott lá enn þá þungt haldinn á spítalanum. Elliott slasaðist lífshættulega; hann fékk miklar innvortis blæðingar og gekkst undir nokkrar aðgerðir. Hann lá í þrjár vikur inni á Landspítalanum og tvær vikur til viðbótar á sjúkrahúsi heima í Norwich. Við tók langt og strangt bataferli, sem enn stendur yfir - en alltaf kallaði Ísland - og nú í byrjun október gengu Zak og Elliot loksins aftur inn á deild 13EG á Landspítalanum við Hringbraut, til að þakka starfsfólkinu þar fyrir lífsbjörgina og stuðninginn. Óhætt er að segja að orðið hafi fagnaðarfundir á kaffistofunni, eins og sést í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er tilfinningaþrungið að vera komnir aftur. Það er erfitt að fara hér um gangana, á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður. Að sjá fólkið sem bjargaði mér og geta horft í augun á því er frábært. Það er græðandi og afar mikilvægt. Það er gott að vera kominn aftur,“ segir Elliot. Horfa má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. 13. ágúst 2024 11:23
Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. 10. júní 2024 13:01
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47