Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 19:16 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira