Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 22:23 Móðirin var úrskurðuð látin á vettvangi í íbúð í fjölbýlishúss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira