Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 22:23 Móðirin var úrskurðuð látin á vettvangi í íbúð í fjölbýlishúss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira