Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 17:02 Flestir telja að Sigmundur Davíð og Inga Sæland væru bestu drykkjufélagarnir. Vísir/Vilhelm/Grafík Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu sem var gerð dagana 15. til 18. október síðastliðna fyrir nýjasta þátt hlaðvarpsins Komið gott. Svarendur voru 970 talsins, en 876 svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Þátttakendur voru spurðir út í hvaða formann stjórnmálaflokks, sem hefur sæti á Alþingi, myndu þeir helst vilja fá sér drykk með, áfengan eða óáfengan? Maskína Réttrúmur fjórðungur, eða 25,3 prósent, myndu ekki vilja fá sér drykk með neinum þeirra. Af því undanskildu voru Sigmundur Davíð og Inga Sæland vinsælust. 18,9 prósent myndu velja Sigmund og 14,4 prósent væru til í drykk með Ingu. Á eftir þeim koma þrjú saman með lítið á milli sín. Tíu prósent myndu velja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 9,2 prósent vilja drekka með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Og 8,8 prósent væru til í drykk með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á hverju ári hittast stjórnmálaleiðtogarnir og fá sér drykk á Gamlársdag. Það gera þeir í Kryddsíldinni á Stöð 2.Vísir/Hulda Á eftir Bjarna kemur félagi hans úr ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 6,6 prósent. Þar á eftir er fyrrverandi stjórnarmeðlimurinn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með 3,8 prósent. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum rekur lestina, en þrjú prósent myndu helst vilja fá sér drykk með henni. Sigmundur með karlhylli en Inga með kvenhylli Ýmsar viðbótarupplýsingar fylgja könnuninni. Úr þeim má til að mynda lesa að Sigmundur er langvinsælastur meðal karla, en 28 prósent þeirra myndu helst vilja drekka með honum. Flestar konur, eða 34,7 prósent, myndu ekki vilja drekka með neinum, en af formönnunum var Inga Sæland vinsælust með 20,4 prósent. Þess má síðan geta að Sigmundur er ekki eins vinsæll hjá konum, en 8,3 prósent kvenna myndu helst vilja drykk með honum. Og Inga er ekki eins vinsæl hjá körlum, en 9,2 prósent þeirra myndu drekka með henni. Þorgerður, Svandís og Þórhildur voru vinsælli hjá konum, en Kristrún, Bjarni og Sigurður hjá körlum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni 2021.Vísir/Hulda Ef þeir sem myndu ekki vilja drekka með neinum eru teknir út fyrir sviga myndi yngsti og elsti aldurshópurinn helst drekka með Ingu. Það er annars vegar þeir sem eru 18 til 29 ára og hins vegar þeir sem eru sextíu ára og eldri. Í öðrum aldurshópum, sem ná samanlagt frá 30 til 59 ára er Sigmundur vinsælastur. En hvern myndir þú vilja ræða við um pólitík? Maskína spurði þátttakendur líka út í hvaða formann þeir myndu helst vilja ræða við pólítík. Aftur valdi um fjórðungur ekki neinn. Sigmundur var líka vinsælastur af formanninum þegar spurt var út í stjórnmálaumræðurnar, með 17,4 prósent. Kristrún tekur stórt stökk þar, en 15,7 prósent myndu helst vilja ræða við hana. Maskína Svo koma fyrrverandi flokkssystkinin Bjarni og Þorgerður. Hann fær 11,1 prósent en hún 9,7 prósent. Fólk virðist spenntara fyrir partýi með Ingu heldur en pólitísku spjalli, en 7,9 prósent myndu helst vilja ræða viða hana. Svo kemur Sigurður Ingi með 5,6 prósent, Svandís með 4,3 prósent, og Þórhildur Sinna með 3,5 prósent. Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu sem var gerð dagana 15. til 18. október síðastliðna fyrir nýjasta þátt hlaðvarpsins Komið gott. Svarendur voru 970 talsins, en 876 svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Þátttakendur voru spurðir út í hvaða formann stjórnmálaflokks, sem hefur sæti á Alþingi, myndu þeir helst vilja fá sér drykk með, áfengan eða óáfengan? Maskína Réttrúmur fjórðungur, eða 25,3 prósent, myndu ekki vilja fá sér drykk með neinum þeirra. Af því undanskildu voru Sigmundur Davíð og Inga Sæland vinsælust. 18,9 prósent myndu velja Sigmund og 14,4 prósent væru til í drykk með Ingu. Á eftir þeim koma þrjú saman með lítið á milli sín. Tíu prósent myndu velja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 9,2 prósent vilja drekka með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Og 8,8 prósent væru til í drykk með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á hverju ári hittast stjórnmálaleiðtogarnir og fá sér drykk á Gamlársdag. Það gera þeir í Kryddsíldinni á Stöð 2.Vísir/Hulda Á eftir Bjarna kemur félagi hans úr ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 6,6 prósent. Þar á eftir er fyrrverandi stjórnarmeðlimurinn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með 3,8 prósent. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum rekur lestina, en þrjú prósent myndu helst vilja fá sér drykk með henni. Sigmundur með karlhylli en Inga með kvenhylli Ýmsar viðbótarupplýsingar fylgja könnuninni. Úr þeim má til að mynda lesa að Sigmundur er langvinsælastur meðal karla, en 28 prósent þeirra myndu helst vilja drekka með honum. Flestar konur, eða 34,7 prósent, myndu ekki vilja drekka með neinum, en af formönnunum var Inga Sæland vinsælust með 20,4 prósent. Þess má síðan geta að Sigmundur er ekki eins vinsæll hjá konum, en 8,3 prósent kvenna myndu helst vilja drykk með honum. Og Inga er ekki eins vinsæl hjá körlum, en 9,2 prósent þeirra myndu drekka með henni. Þorgerður, Svandís og Þórhildur voru vinsælli hjá konum, en Kristrún, Bjarni og Sigurður hjá körlum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni 2021.Vísir/Hulda Ef þeir sem myndu ekki vilja drekka með neinum eru teknir út fyrir sviga myndi yngsti og elsti aldurshópurinn helst drekka með Ingu. Það er annars vegar þeir sem eru 18 til 29 ára og hins vegar þeir sem eru sextíu ára og eldri. Í öðrum aldurshópum, sem ná samanlagt frá 30 til 59 ára er Sigmundur vinsælastur. En hvern myndir þú vilja ræða við um pólitík? Maskína spurði þátttakendur líka út í hvaða formann þeir myndu helst vilja ræða við pólítík. Aftur valdi um fjórðungur ekki neinn. Sigmundur var líka vinsælastur af formanninum þegar spurt var út í stjórnmálaumræðurnar, með 17,4 prósent. Kristrún tekur stórt stökk þar, en 15,7 prósent myndu helst vilja ræða við hana. Maskína Svo koma fyrrverandi flokkssystkinin Bjarni og Þorgerður. Hann fær 11,1 prósent en hún 9,7 prósent. Fólk virðist spenntara fyrir partýi með Ingu heldur en pólitísku spjalli, en 7,9 prósent myndu helst vilja ræða viða hana. Svo kemur Sigurður Ingi með 5,6 prósent, Svandís með 4,3 prósent, og Þórhildur Sinna með 3,5 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira