Hrokinn varð honum að falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 12:03 Tyrique Stevenson stríðir hér stuningsmönnum Washington Commanders en örskömmu síðar hafði hann klúðrað leiknum fyrir Chicago Bears. Getty/Scott Taetsch Þeir sem trúa ekki á karma ættu kannski að horfa á kraftaverkasnertimarkið í NFL deildinni um helgina. Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia) NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia)
NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira