Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar 29. október 2024 10:01 Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun