Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. október 2024 07:02 Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun