Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 20:11 Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni. Í Kauphallartilkynningu frá í dag kemur einnig fram að Gunnar Guðjónsson muni stíga inn í nýtt hlutverk sölu og þjónustu auk þess sem Sigurbjörn Eiríksson muni taka sæti í framkvæmdastjórn en hann hefur veitt innviðum Sýnar forstöðu síðustu ár. „Við erum sérstaklega ánægð að fá Guðmund H. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson til liðs við okkur í þau verkefni sem framundan eru. Þeir koma með dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun styrkja stjórnendateymi Sýnar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi í kjölfar stefnumótunar félagsins og sé ætlað að efla samvinnu, auka skilvirkni og styðja við velgengni og vöxt félagsins til framtíðar. Leitt teymi í markaðssamskiptum og viðskiptaþróun Guðmundur H. Björnsson mun, eins og fram kom, stýra nýju sviði Upplifunar viðskiptavina. Undir sviðið heyra marksaðs og samskiptamál, vörustýring og verðlagning. Hann hefur meðal annars leitt teymi í markaðssamskiptum, vöru- og verðstýringu sem og viðskiptaþróun hjá þjónustufyrirtækjum á borð við Símann, 365 og VÍS. Síðastliðin ár hefur Guðmundur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu, dótturfyrirtækis Lyfju. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri stafrænna umbreytinga og markaðsmála hjá Lyfju. Hann er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. „Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þróun félagsins á þessum fjölbreytta og lifandi markaði. Hjá Sýn starfar hæfileikaríkt starfsfólk og ég hlakka til að starfa með því og leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem framundan er," segir Guðmundur sem mun hefja störf á næstu mánuðum. Fengist við hugbúnaðarþróun í meira en áratug Gunnar Sigurjónsson kemur til Sýnar frá Rapyd/Valitor þar sem hann hefur fengist við margvísleg störf á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar síðustu ellefu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Advania og þar á undan hjá Kögun sem hugbúnaðarsérfræðingur frá árinu 2001. Gunnar lauk meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og bakkalárgráðu í rafmagns- og tölvunarfræði árið 2001 frá sama skóla. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Sýn og að takast á við nýjar áskoranir með frábæru teymi. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og bíð spenntur eftir að kynnast starfseminni betur og að takast á við verkefni í takt við stefnu félagsins. Sýn er öflugt félag sem á heilmikið inni og mun ég leggja mitt af mörkum að efla og styrkja það enn frekar,“ segir hann. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Í Kauphallartilkynningu frá í dag kemur einnig fram að Gunnar Guðjónsson muni stíga inn í nýtt hlutverk sölu og þjónustu auk þess sem Sigurbjörn Eiríksson muni taka sæti í framkvæmdastjórn en hann hefur veitt innviðum Sýnar forstöðu síðustu ár. „Við erum sérstaklega ánægð að fá Guðmund H. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson til liðs við okkur í þau verkefni sem framundan eru. Þeir koma með dýrmæta reynslu og þekkingu sem mun styrkja stjórnendateymi Sýnar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi í kjölfar stefnumótunar félagsins og sé ætlað að efla samvinnu, auka skilvirkni og styðja við velgengni og vöxt félagsins til framtíðar. Leitt teymi í markaðssamskiptum og viðskiptaþróun Guðmundur H. Björnsson mun, eins og fram kom, stýra nýju sviði Upplifunar viðskiptavina. Undir sviðið heyra marksaðs og samskiptamál, vörustýring og verðlagning. Hann hefur meðal annars leitt teymi í markaðssamskiptum, vöru- og verðstýringu sem og viðskiptaþróun hjá þjónustufyrirtækjum á borð við Símann, 365 og VÍS. Síðastliðin ár hefur Guðmundur starfað sem framkvæmdastjóri Heilsu, dótturfyrirtækis Lyfju. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri stafrænna umbreytinga og markaðsmála hjá Lyfju. Hann er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. „Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þróun félagsins á þessum fjölbreytta og lifandi markaði. Hjá Sýn starfar hæfileikaríkt starfsfólk og ég hlakka til að starfa með því og leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem framundan er," segir Guðmundur sem mun hefja störf á næstu mánuðum. Fengist við hugbúnaðarþróun í meira en áratug Gunnar Sigurjónsson kemur til Sýnar frá Rapyd/Valitor þar sem hann hefur fengist við margvísleg störf á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar síðustu ellefu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar- og rekstrarsviðs. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Advania og þar á undan hjá Kögun sem hugbúnaðarsérfræðingur frá árinu 2001. Gunnar lauk meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og bakkalárgráðu í rafmagns- og tölvunarfræði árið 2001 frá sama skóla. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Sýn og að takast á við nýjar áskoranir með frábæru teymi. Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og bíð spenntur eftir að kynnast starfseminni betur og að takast á við verkefni í takt við stefnu félagsins. Sýn er öflugt félag sem á heilmikið inni og mun ég leggja mitt af mörkum að efla og styrkja það enn frekar,“ segir hann. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira