Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 09:12 Finnskir strandgæsluliðar standa vörð. Stanslausar truflanir hafa verið á sambandi við staðsetningargervitungl á FInnlandsflóa og Eystrasalti frá því í vor. Finnska strandgæslan við Finnlandsflóa Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira