Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 1. nóvember 2024 13:17 Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar