Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 1. nóvember 2024 13:17 Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun