Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 16:45 Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fjölskyldumál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun