Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 4. nóvember 2024 15:32 Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Lögreglan Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun