Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 17:43 Frá vinstri: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður hópsins, Halla Steinólfsdótti Björn Bjarki Þorsteinsson og Kjartan Ingvarsson. Stjórnarráðið Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir til að stuðla að því að efla samfélagið í Dalabyggð. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að forgangsmál sé að tryggja flutningsgetu á raforku til Dalabyggðar. Að mati hópsins liggur beinast við að það verði gert með nýjum jarðstreng frá Stykkishólmi að Glerárskógum í Búðardal. Gestastofa nýs þjóðgarðs í Ólafsdal Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þá leggur starfshópurinn einnig til að ráðuneytið vinni tillögur um friðlýsingarkosti í Dalabyggð og að stofnaður verði þjóðgarður. Samhliða verði unnið að uppbyggingu innviða og horft til þess a koma upp gestastofu þjóðgarðs í Ólafsdal. „Ég fagna tillögum starfshópsins, sem sýna enn og aftur mikilvægi þess að orkumálum okkar verði komið í betri farveg, enda er það ein undirstaða þess að hægt sé að styðja við græna atvinnuuppbyggingu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Mér finnast sömuleiðis hugmyndir hópsins um stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð áhugaverðar og það er ánægjulegt að upplifa aukna jákvæðni íbúa og hagsmunaaðila víða um land til hugmynda um þjóðgarða og ég fagna frumkvæði heimafólks í þessum málum.“ Leggja til stuðning við jarðhitaleið og möguleika á orkuöflun Starfshópurinn leggur einnig til aðgerðir til að styðja við græna atvinnuuppbyggingu, að stutt verði við jarðhitaleit, að skoðaðir verði möguleikar á orkuöflun og að stutt verði við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, var starfsmaður hópsins. Dalabyggð Umhverfismál Loftslagsmál Þjóðgarðar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu hópsins sem Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir til að stuðla að því að efla samfélagið í Dalabyggð. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að forgangsmál sé að tryggja flutningsgetu á raforku til Dalabyggðar. Að mati hópsins liggur beinast við að það verði gert með nýjum jarðstreng frá Stykkishólmi að Glerárskógum í Búðardal. Gestastofa nýs þjóðgarðs í Ólafsdal Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þá leggur starfshópurinn einnig til að ráðuneytið vinni tillögur um friðlýsingarkosti í Dalabyggð og að stofnaður verði þjóðgarður. Samhliða verði unnið að uppbyggingu innviða og horft til þess a koma upp gestastofu þjóðgarðs í Ólafsdal. „Ég fagna tillögum starfshópsins, sem sýna enn og aftur mikilvægi þess að orkumálum okkar verði komið í betri farveg, enda er það ein undirstaða þess að hægt sé að styðja við græna atvinnuuppbyggingu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Mér finnast sömuleiðis hugmyndir hópsins um stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð áhugaverðar og það er ánægjulegt að upplifa aukna jákvæðni íbúa og hagsmunaaðila víða um land til hugmynda um þjóðgarða og ég fagna frumkvæði heimafólks í þessum málum.“ Leggja til stuðning við jarðhitaleið og möguleika á orkuöflun Starfshópurinn leggur einnig til aðgerðir til að styðja við græna atvinnuuppbyggingu, að stutt verði við jarðhitaleit, að skoðaðir verði möguleikar á orkuöflun og að stutt verði við nýsköpun og frumkvöðlastarf á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, var starfsmaður hópsins.
Dalabyggð Umhverfismál Loftslagsmál Þjóðgarðar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira