„Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 22:01 Kristrún og Sigurður Ingi tókust á í líflegum umræðum í kosningapallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Anton Brink Formenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins segjast vel geta hugsað sér að vinna saman að því að gera úrbætur á húsnæðismarkaði í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta er meðal þess sem kom fram í líflegum rökræðum um húsnæðismál í kosningapallborðinu á Vísi í dag. Þar sakaði Kristrún Frostadóttir hins vegar formann Framsóknarflokksins um aðgerðarleysi á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson sagði Samfylkinguna í megin dráttum hafa tekið upp stefnu Framsóknar í húsnæðismálum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins kallar eftir minna rausi og meiri aðgerðum en Inga átti einnig snörp orðaskipti við Sigurð Inga um hugmyndir hennar er snúa að því að taka húsnæðisliðinn svokallaða út úr vísitölu. Sigurður Ingi sagðist margt hafa áunnist í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Það hafi tekist að byggja fjölda íbúða á síðastliðnum árum, langt umfram það sem byggt hafi verið á árunum þar á undan. Á sama tíma hafi hins vegar verið mikil fólksfjölgun. Áætlanir liggi þegar fyrir um hvernig bregðast megi við því. „Ég held að við getum mörg tekið undir lengri tíma áætlanir stjórnvalda en þær hafa bara ekkert almennilega komist af stað og það tekur tíma að byggja,“ sagði Kristrún um leið og hún rakti áform Samfylkingarinnar í húsnæðismálum sem meðal annars fela í sér hugmyndir um hert eftirlit, takmörkum á heimagistingu og svokallaðan tóthússkatt. „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna,“ sagði Kristrún. Kristrún gaf ekkert eftir í kappræðum við Sigurð Inga um húsnæðismál.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi tók undir margt það sem fram kom í máli Kristrúnar. „Þetta er allt sem við vorum að samþykkja í vor í húsnæðisstefnunni,“ sagði Sigurður Ingi. Meðal annars séu þau sammála um aukna þátttöku lífeyrissjóða í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. „Þetta er bara gott og blessað, en þú ert búinn að vera í ríkisstjórn í sjö ár. Þú ert búinn að vera í ríkisstjórn í sjö ár og þú getur ekki hafa verið í sjö ára undirbúningstímabili,” sagði Kristrún. Þegar þangað var komið reyndist erfiðara að halda þræði í umræðunni þar sem Sigurður Ingi og Kristrún gripu fram í fyrir hvort öðru hvað eftir annað. „Við erum búin að samþykkja gjörbreytingar á húsnæðismarkaðnum í löggjöf, það er komin húsnæðisstefna og við erum búin að vera að vinna að henni samhliða. Margt af því sem þú nefndir erum við nákvæmlega að vinna að,” sagði Sigurður Ingi og Kristrún hélt áfram: „Það er bara flott. En það þarf að fara að nota þessar skýrslur, það þarf að fara að nota þessar niðurstöður þessara stýrihópa og nota niðurstöður þessara nefnda og hætta að senda fréttatilkynningar um að fólk sé í vinnunni sinni. Fólk vill sjá aðgerðir,“ sagði Kristrún. Þótt mikið kapp og hiti hafi verið í umræðunni, voru formennirnir tveir efnislega nokkuð sammála. „Ef að þetta þýðir að við getum í sameiningu, hvort sem að við verðum réttu megin eða hinu megin við borðið eftir næstu kosningar, unnið ötullega saman að þessu,“ hélt Kristrún áfram. Sigurður Ingi var spurður hvort hann vildi halda áfram að vinna að húsnæðisstefnu stjórnvalda með Samfylkingunni, ef flokkurinn fengi umboð til þess að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. „Alveg klárlega. Alveg eins og ég nefndi að bæði stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum og síðan í húsnæðismálum er meira og minna það sem við höfum verið að gera, ég og Willum í ríkisstjórninni. Annað hvort búið að koma á framfæri sem stefnu eða þá bara verkefni sem eru í gangi. Að sjálfsögðu getum við unnið saman á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. Tekist á um útreikning vísitölu Inga Sæland skarst einnig í leikinn og hóf mál sitt á því að ítreka enn og aftur hugmyndir Flokks fólksins um að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu. Hún vill meina að ef það hefði verið gert myndu bæði verðbólga og vextir vera lægri en raun ber vitni. Þá segist hún einnig vilja „brjóta land og byggja meira.“ Ekki þýði lengur að „að mala mala, tala tala. Það þarf að sýna það í verki hver raunverulegur vilji er,“ líkt og Inga orðaði það. „Við verðum að hætta að mala mala, tala tala,“ segir Inga Sæland.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi brást við þessum ummælum Ingu. „Heldur þú að við sem erum ráðherrar og höfum haft þessa skoðun að við vildum draga úr væginu og koma þessum húsnæðislið skynsamar fyrir ef að við hefðum þetta vald,“ sagði Sigurður Ingi. „Valdið er ekki hjá ráðherranum,“ sagði Sigurður Ingi sem komst ekki lengra í bili þar sem Inga kallaði fram í: „það er ráðherraræði hér Sigurður Ingi.“ „Þetta er alrangt,“ sagði þá Sigurður Ingi aftur, „það þýðir ekki að slá þessu ryki í augu kjósenda að þú getir farið í ríkisstjórn og gert allt það sem við höfum ekki gert,“ sagði Sigurður Ingi og benti á nauðsyn þess að ræða til dæmis við Seðlabankann og Hagstofuna um það hvernig hlutirnir eru reiknaðir. Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins kallar eftir minna rausi og meiri aðgerðum en Inga átti einnig snörp orðaskipti við Sigurð Inga um hugmyndir hennar er snúa að því að taka húsnæðisliðinn svokallaða út úr vísitölu. Sigurður Ingi sagðist margt hafa áunnist í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Það hafi tekist að byggja fjölda íbúða á síðastliðnum árum, langt umfram það sem byggt hafi verið á árunum þar á undan. Á sama tíma hafi hins vegar verið mikil fólksfjölgun. Áætlanir liggi þegar fyrir um hvernig bregðast megi við því. „Ég held að við getum mörg tekið undir lengri tíma áætlanir stjórnvalda en þær hafa bara ekkert almennilega komist af stað og það tekur tíma að byggja,“ sagði Kristrún um leið og hún rakti áform Samfylkingarinnar í húsnæðismálum sem meðal annars fela í sér hugmyndir um hert eftirlit, takmörkum á heimagistingu og svokallaðan tóthússkatt. „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna,“ sagði Kristrún. Kristrún gaf ekkert eftir í kappræðum við Sigurð Inga um húsnæðismál.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi tók undir margt það sem fram kom í máli Kristrúnar. „Þetta er allt sem við vorum að samþykkja í vor í húsnæðisstefnunni,“ sagði Sigurður Ingi. Meðal annars séu þau sammála um aukna þátttöku lífeyrissjóða í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. „Þetta er bara gott og blessað, en þú ert búinn að vera í ríkisstjórn í sjö ár. Þú ert búinn að vera í ríkisstjórn í sjö ár og þú getur ekki hafa verið í sjö ára undirbúningstímabili,” sagði Kristrún. Þegar þangað var komið reyndist erfiðara að halda þræði í umræðunni þar sem Sigurður Ingi og Kristrún gripu fram í fyrir hvort öðru hvað eftir annað. „Við erum búin að samþykkja gjörbreytingar á húsnæðismarkaðnum í löggjöf, það er komin húsnæðisstefna og við erum búin að vera að vinna að henni samhliða. Margt af því sem þú nefndir erum við nákvæmlega að vinna að,” sagði Sigurður Ingi og Kristrún hélt áfram: „Það er bara flott. En það þarf að fara að nota þessar skýrslur, það þarf að fara að nota þessar niðurstöður þessara stýrihópa og nota niðurstöður þessara nefnda og hætta að senda fréttatilkynningar um að fólk sé í vinnunni sinni. Fólk vill sjá aðgerðir,“ sagði Kristrún. Þótt mikið kapp og hiti hafi verið í umræðunni, voru formennirnir tveir efnislega nokkuð sammála. „Ef að þetta þýðir að við getum í sameiningu, hvort sem að við verðum réttu megin eða hinu megin við borðið eftir næstu kosningar, unnið ötullega saman að þessu,“ hélt Kristrún áfram. Sigurður Ingi var spurður hvort hann vildi halda áfram að vinna að húsnæðisstefnu stjórnvalda með Samfylkingunni, ef flokkurinn fengi umboð til þess að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. „Alveg klárlega. Alveg eins og ég nefndi að bæði stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum og síðan í húsnæðismálum er meira og minna það sem við höfum verið að gera, ég og Willum í ríkisstjórninni. Annað hvort búið að koma á framfæri sem stefnu eða þá bara verkefni sem eru í gangi. Að sjálfsögðu getum við unnið saman á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. Tekist á um útreikning vísitölu Inga Sæland skarst einnig í leikinn og hóf mál sitt á því að ítreka enn og aftur hugmyndir Flokks fólksins um að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu. Hún vill meina að ef það hefði verið gert myndu bæði verðbólga og vextir vera lægri en raun ber vitni. Þá segist hún einnig vilja „brjóta land og byggja meira.“ Ekki þýði lengur að „að mala mala, tala tala. Það þarf að sýna það í verki hver raunverulegur vilji er,“ líkt og Inga orðaði það. „Við verðum að hætta að mala mala, tala tala,“ segir Inga Sæland.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi brást við þessum ummælum Ingu. „Heldur þú að við sem erum ráðherrar og höfum haft þessa skoðun að við vildum draga úr væginu og koma þessum húsnæðislið skynsamar fyrir ef að við hefðum þetta vald,“ sagði Sigurður Ingi. „Valdið er ekki hjá ráðherranum,“ sagði Sigurður Ingi sem komst ekki lengra í bili þar sem Inga kallaði fram í: „það er ráðherraræði hér Sigurður Ingi.“ „Þetta er alrangt,“ sagði þá Sigurður Ingi aftur, „það þýðir ekki að slá þessu ryki í augu kjósenda að þú getir farið í ríkisstjórn og gert allt það sem við höfum ekki gert,“ sagði Sigurður Ingi og benti á nauðsyn þess að ræða til dæmis við Seðlabankann og Hagstofuna um það hvernig hlutirnir eru reiknaðir.
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira