Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 14:44 Vefmyndavélum hefur verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. Vísir/Vilhelm Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði