Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar 13. nóvember 2024 09:02 Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólafur Adolfsson Samgöngur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar