„Við þurfum að fara að vinna leiki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 11:31 Kári Jónsson segir Valsmenn harðákveðna í því að komast aftur á sigurbraut. Vísir / Anton Brink „Þetta verður alvöru leikur í kvöld,“ segir Kári Jónsson, leikmaður Vals. Hans menn taka á móti KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 í Bónus deild karla. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira