Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar 18. nóvember 2024 11:15 Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar