Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 20. nóvember 2024 11:31 Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar