Meðal þeirra sem voru viðstaddir jarðarförina voru félagar Payne í strákahljómsveitinni One Direction þeir Harry Styles, Niall Horan, Louis Tomlinson og Zayn Malik. Þar voru líka meðal annarra sjónvarpsmaðurinn James Corden, fyrirsætan Damian Hurley auk tónlistarkvennanna Kimberley Walsh og Nicola Roberts úr Girls Aloud.
Þá voru þar einnig Kate Cassidy kærasta tónlistarmannsins og lærifaðir hans sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell. Myndir frá Englandi má skoða hér fyrir neðan. Þar sést hvernig kista Payne var dregin af tveimur hvítum hestum og voru tár á hvarmi viðstaddra.
Payne lést þar sem hann var staddur á hóteli á Buenos aires. Krufning hefur leitt í ljós að söngvarinn var mjög dópaður þegar hann lést og fundust þó nokkur efni í blóði hans. Payne lætur eftir sig sjö ára gamlan son, Bear Grey Payne sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole.







