Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:14 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur sýknað íslenska ríkið af nokkurra milljarða króna kröfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framlög ríkisins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna, sem borgin sagði vangoldið framlag úr svokölluðum Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ágreiningurinn snerist um hvort íslenska ríkið hefði mátt undanskilja Reykjavíkurborg frá jöfnunarframlagi vegna reksturs grunnskóla og framlagi vegna nýbúafræðslu með reglugerð árin 2015 til 2019. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs en dómstóllinn dæmdi íslenska ríkið til að greiða borginni 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga úr sjóðnum. Héraðsdómari taldi ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dóminum við. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Reykjavíkurborg teldi fyrirmæli reglugerðar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum í andstöðu við Stjórnarskrána. Í 78. grein stjórnarskrárinnar segir að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum. Reglugerðin sem um ræðir tók gildi árið 2002 og átti stoð í lögum frá 1996 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Með lögunum var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga. Hæstaréttardómari rakti aðdraganda flutningsins og tók fram að það hafi verið ótvíræð forsenda fyrir flutningi grunnskóla til sveitarfélaga árið 1996 að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna grunnskólanna yrði að fullu fjármagnaður með hækkun útsvars og hann undanskilinn framlögum úr Jöfnunarsjóði. Vegna þeirra forsendna hefðu jöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar aldrei verið reiknuð út og engin stjórnvaldsfyrirmæli sett um að fella þau niður. Því taldi Hæstiréttur ekki að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald til að meta hvort eða á hvaða grunni Reykjavíkurborg ætti rétt til að njóta framlaganna. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með Reykjavíkurborg að fyrirmæli reglugerðarinnar um að undanskilja borgina frá framlögum úr sjóðnum hafi skort stoð í lögum og verið í andstöðu við 78. grein stjórnarskrárinnar. Íslenska ríkið var því sem fyrr segir sýknað af kröfum Reykjavíkurborgar og var borginni gert að greiða fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dómsmál Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira