Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun