Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:31 Redick kann ekki vel við það að tapa leikjum. Sean Gardner/Getty Images JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fer á dimman stað þegar lið hans tapar leikjum. Nánar tiltekið niður í kjallarann heima hjá sér að horfa á leikinn á nýjan leik. Hinn fertugi Redick tók við þjálfun Lakers í sumar en um er að ræða hans fyrsta þjálfunarstarf í NBA-deildinni. Eftir súran endi á síðustu leiktíð hefur Lakers hins vegar byrjað nokkuð vel á yfirstandandi leiktíð og á Redick sinn þátt í því. Þjálfarinn var hins vegar allt annað en sáttur eftir eins stigs tap Lakers gegn Orlando Magic á heimavelli í nótt. Anthony Davis gat komið heimaliðinu fjórum stigum yfir af vítalínunni en brenndi af báðum vítaskotum sínum. Lakers var því tveimur stigum yfir þegar Magic fóru í síðustu sókn leiksins. Endaði hún með því að Franz Wagner – sem var sjóðandi heitur í leiknum – setti niður þriggja stiga körfu og tryggði gestunum frækinn sigur. Eftir leik ræddi Redick við fjölmiðla. Þar sagðist hann fara á mjög dimman stað eftir tapleiki. Áður en orð hans voru mistúlkuð sagði hann að um kjallarann heima hjá sér væri að ræða. Þar sæti hann í myrkrinu og horfði á klippur úr leiknum sem lið hans var nýbúið að tapa. JJ Redick lives and breathes basketball 😅🏀 pic.twitter.com/kkIa0sQYzs— Bleacher Report (@BleacherReport) November 22, 2024 Að loknum 15 leikjum situr Lakers í 4. sæti Vesturdeildar með 10 sigra og 5 töp. Lærisveinar Redick eiga erfiða leiki framundan en liðið mætir Denver Nuggets á aðfaranótt mánudags og Phoenix Suns á aðfaranótt miðvikudags. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Hinn fertugi Redick tók við þjálfun Lakers í sumar en um er að ræða hans fyrsta þjálfunarstarf í NBA-deildinni. Eftir súran endi á síðustu leiktíð hefur Lakers hins vegar byrjað nokkuð vel á yfirstandandi leiktíð og á Redick sinn þátt í því. Þjálfarinn var hins vegar allt annað en sáttur eftir eins stigs tap Lakers gegn Orlando Magic á heimavelli í nótt. Anthony Davis gat komið heimaliðinu fjórum stigum yfir af vítalínunni en brenndi af báðum vítaskotum sínum. Lakers var því tveimur stigum yfir þegar Magic fóru í síðustu sókn leiksins. Endaði hún með því að Franz Wagner – sem var sjóðandi heitur í leiknum – setti niður þriggja stiga körfu og tryggði gestunum frækinn sigur. Eftir leik ræddi Redick við fjölmiðla. Þar sagðist hann fara á mjög dimman stað eftir tapleiki. Áður en orð hans voru mistúlkuð sagði hann að um kjallarann heima hjá sér væri að ræða. Þar sæti hann í myrkrinu og horfði á klippur úr leiknum sem lið hans var nýbúið að tapa. JJ Redick lives and breathes basketball 😅🏀 pic.twitter.com/kkIa0sQYzs— Bleacher Report (@BleacherReport) November 22, 2024 Að loknum 15 leikjum situr Lakers í 4. sæti Vesturdeildar með 10 sigra og 5 töp. Lærisveinar Redick eiga erfiða leiki framundan en liðið mætir Denver Nuggets á aðfaranótt mánudags og Phoenix Suns á aðfaranótt miðvikudags.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins