Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 22. nóvember 2024 20:32 Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Jóhann Frímann Arinbjarnarson Sjávarútvegur Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar