Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar 23. nóvember 2024 19:02 Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun