Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 25. nóvember 2024 22:20 Ég þekki aðeins til geðhvarfasýki og annarra geðsjúkdóma úr bæði náminu mínu og eigin reynslu í lífinu. Ég tók sjálfan mig til og byrjaði að horfa á þættina ,,Ráðherrann" á RÚV. Eftir að hafa lokið við að horfa á fyrsta þáttinn setti ég strax á næsta þátt og svo næsta þangað til ég kláraði fyrstu seríuna á einum degi en ég gat einfaldlega ekki hætt að horfa. Fyrsta serían eru 8 þættir en ég byrjaði síðan á þeirri seinni daginn eftir en þá voru komnir út 6 þættir af 8 og ég kláraði að horfa á þá líka á einum degi og horfði síðan á þann sjöunda strax og hann var sýndur en lokaþátturinn er 1. Desember. Ég hef fylgst með leikaraferli Ólafs Darra Ólafssonar í Hollywood sem og á Íslandi eins og flestir Íslendingar þar sem hann hefur leikið á móti stórstjörnum eins og Liam Neeson, Ben Stiller, Mark Wahlberg, Jason Statham, Vin Diesel svo einhverjir séu nefndir. Þáttaröðin ,,Ráðherrann" þar sem hann leikur Benedikt forsætisráðherra er einfaldlega að mínu mati hans besti leikur á ferli sínum. Ekki misskilja mig. Leikur hans í gegnum tíðina í öllum kvikmyndum og þáttaröðum erlendis sem og innanlands eru stórkostlegir og èg segi það sem mikill aðdáandi Ólafs Darra. En þessi þáttaröð og hvernig hann gjörsamlega tapar sér og gleymir sér í hlutverkinu og tjáning hans er einfaldlega stórkostleg á allan hátt vægast sagt. Í þáttunum ,,Ráðherrann" leikur Ólafur Darri Ólafsson, Benedikt Ríkharðsson háskólakennara sem er með geðsjúkdóminn ,,geðhvarfasýki" sem enginn veit að hann hefur. Benedikt verður semsagt í stuttu máli formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og endar sem forsætisráðherra Íslands. Eftir nokkra mánuði í starfinu fara einkenni sjúkdómsins vegna álags og streitu að brjótast út og öllu er haldið leyndu fyrir þjóðinni svo stöðugleiki haldist í ríkisstjórninni. Meira ætla ég ekki að segja frá þræði þáttanna þó ég telji að flestir Íslendingar hafi séð þættina og ég því líklega síðasti Íslendingurinn til að sjá þá en fyrsta serían kom út árið 2020. Ástæðan fyrir þessari grein er til að ræða og lýsa af eigin reynslu hversu stórbrotinn og nákvæmur leikur Ólafs Darra er í þáttunum af einstaklingi sem er að kljást við geðhvarfasýki. Einkenni fólks með sjúkdóminn geðhvarfasýki geta verið mismikil og sterk og koma í köstum og/eða alvarlegum maníum. En það sem allir eiga sameiginlegt sem eru að kljást við geðhvarfasýki er að hún fer í dýpstu lægðir þunglyndis og síðan í hæstu hæðir alsælu með þeirri hegðun og einkennum sem fylgir. Þar á meðal ranghugmyndum og að sjá hluti sem eru ekki raunverulegir. Eftir að hafa horft á þessa fyrstu 15 þætti af þáttaröðinni ,,Ráðherrann" og þó ég eigi síðasta þáttinn eftir að þá verð ég bara að fullyrða fyrir mitt leiti að Ólafur Darri er ekki bara einungis ,,einn af" bestu leikurum landsins. Heldur er hann að mínu mati BESTI leikari landsins. Ólafur dró mig gjörsamlega inn í veröld Benedikts að ég gleymdi einfaldlega stað og stund þegar ég horfði á þættina. Ég einfaldlega gleymdi að ég væri að horfa á Ólaf Darra og ég sá bara veröld Benedikts sem er ein átakanlegasta saga sem ég hef sèð síðan ég horfði á íslensku verðlaunaþættina ,,Systrabönd." Það er nefnilega eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikarar að gjörsamlega verða persónan að innsta kjarna sem hann eða hún er að leika. Eða með öðrum orðum tapa sér í henni ef ég get orðað svo og það gerði Ólafur í þessari þáttaröð. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm stjörnuleik frá mér. Ég hef skrifað greinar um geðheilbrigðismál í gegnum tíðina og bara núna nýlega og ef þessi þáttaröð ýtir ekki undir það að meiri peningar verða settir í þann málaflokk þá veit ég ekki hvað gerir það. Þarna sjáum við fjölskyldu, foreldra og mann með miklar skyldur að takast á við átakanlegan og erfiðann geðsjúkdóm. Og þannig er raunveruleikinn hjá svo mörgu fólki og fjölskyldum. Það hafa svo margir látið lífið vegna þessa sjúkdóms sem og fleiri geðsjúkdóma eins og t.d. alkahólisma. Enginn geðsjúkdómur fer í manngreiningar álit enda hef ég sjálfur verið með alþingismanni í meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi sem ýtti undir að ég skrifaði þessa grein til að ræða geðsjúkdóma. Ég einfaldlega varð að bera vitni um að við getum öll veikst yfir lífsferli okkar sama hvað við vinnum við eða erum. Við eigum að gera ALLT til að hjálpa hvort öðru. Við getum átt okkar eigið heimili, bíl, börn, verið háskólagengin og allt gengið vel í lífinu en samt veikst snögglega af geðsjúkdómi. Við erum öll með mismunandi miðtaugakerfi sem getur snúist gegn okkur þótt við séum Bjarni Ben eða Inga Sæland. Geðsjúkdómar eru eitthvað sem allir geta fengið. Mig langar að enda þessa stuttu og einföldu grein um að biðja þá sem verða kosnir á þing 30. Nóvember næstkomandi að bjarga mannslífum og eyða þjáningum fjölskyldna með því að láta meiri peninga inn í geðheilbrigðisþjónustuna. Og endurskipuleggja hana algjörlega. Hver einasti leikari í þáttunum gaf ALLT sitt í þáttaröðina og það væri efni í heila grein fyrir sig. Aníta Briem fór sérstaklega á kostum sem mótleikari Ólafs Darra. Munið síðan að horfa á lokaþáttinn af,,Ráðherrann" 1. Desember Það eru forréttindi að við Íslendingar eigum svona góða leikara ekki bara til að skapa list, heldur einnig til að koma skilaboðum áleiðis með henni og henda skömm og fordómum í ruslið. Takk allir leikarar og listamenn á Íslandi! Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég þekki aðeins til geðhvarfasýki og annarra geðsjúkdóma úr bæði náminu mínu og eigin reynslu í lífinu. Ég tók sjálfan mig til og byrjaði að horfa á þættina ,,Ráðherrann" á RÚV. Eftir að hafa lokið við að horfa á fyrsta þáttinn setti ég strax á næsta þátt og svo næsta þangað til ég kláraði fyrstu seríuna á einum degi en ég gat einfaldlega ekki hætt að horfa. Fyrsta serían eru 8 þættir en ég byrjaði síðan á þeirri seinni daginn eftir en þá voru komnir út 6 þættir af 8 og ég kláraði að horfa á þá líka á einum degi og horfði síðan á þann sjöunda strax og hann var sýndur en lokaþátturinn er 1. Desember. Ég hef fylgst með leikaraferli Ólafs Darra Ólafssonar í Hollywood sem og á Íslandi eins og flestir Íslendingar þar sem hann hefur leikið á móti stórstjörnum eins og Liam Neeson, Ben Stiller, Mark Wahlberg, Jason Statham, Vin Diesel svo einhverjir séu nefndir. Þáttaröðin ,,Ráðherrann" þar sem hann leikur Benedikt forsætisráðherra er einfaldlega að mínu mati hans besti leikur á ferli sínum. Ekki misskilja mig. Leikur hans í gegnum tíðina í öllum kvikmyndum og þáttaröðum erlendis sem og innanlands eru stórkostlegir og èg segi það sem mikill aðdáandi Ólafs Darra. En þessi þáttaröð og hvernig hann gjörsamlega tapar sér og gleymir sér í hlutverkinu og tjáning hans er einfaldlega stórkostleg á allan hátt vægast sagt. Í þáttunum ,,Ráðherrann" leikur Ólafur Darri Ólafsson, Benedikt Ríkharðsson háskólakennara sem er með geðsjúkdóminn ,,geðhvarfasýki" sem enginn veit að hann hefur. Benedikt verður semsagt í stuttu máli formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og endar sem forsætisráðherra Íslands. Eftir nokkra mánuði í starfinu fara einkenni sjúkdómsins vegna álags og streitu að brjótast út og öllu er haldið leyndu fyrir þjóðinni svo stöðugleiki haldist í ríkisstjórninni. Meira ætla ég ekki að segja frá þræði þáttanna þó ég telji að flestir Íslendingar hafi séð þættina og ég því líklega síðasti Íslendingurinn til að sjá þá en fyrsta serían kom út árið 2020. Ástæðan fyrir þessari grein er til að ræða og lýsa af eigin reynslu hversu stórbrotinn og nákvæmur leikur Ólafs Darra er í þáttunum af einstaklingi sem er að kljást við geðhvarfasýki. Einkenni fólks með sjúkdóminn geðhvarfasýki geta verið mismikil og sterk og koma í köstum og/eða alvarlegum maníum. En það sem allir eiga sameiginlegt sem eru að kljást við geðhvarfasýki er að hún fer í dýpstu lægðir þunglyndis og síðan í hæstu hæðir alsælu með þeirri hegðun og einkennum sem fylgir. Þar á meðal ranghugmyndum og að sjá hluti sem eru ekki raunverulegir. Eftir að hafa horft á þessa fyrstu 15 þætti af þáttaröðinni ,,Ráðherrann" og þó ég eigi síðasta þáttinn eftir að þá verð ég bara að fullyrða fyrir mitt leiti að Ólafur Darri er ekki bara einungis ,,einn af" bestu leikurum landsins. Heldur er hann að mínu mati BESTI leikari landsins. Ólafur dró mig gjörsamlega inn í veröld Benedikts að ég gleymdi einfaldlega stað og stund þegar ég horfði á þættina. Ég einfaldlega gleymdi að ég væri að horfa á Ólaf Darra og ég sá bara veröld Benedikts sem er ein átakanlegasta saga sem ég hef sèð síðan ég horfði á íslensku verðlaunaþættina ,,Systrabönd." Það er nefnilega eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikarar að gjörsamlega verða persónan að innsta kjarna sem hann eða hún er að leika. Eða með öðrum orðum tapa sér í henni ef ég get orðað svo og það gerði Ólafur í þessari þáttaröð. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm stjörnuleik frá mér. Ég hef skrifað greinar um geðheilbrigðismál í gegnum tíðina og bara núna nýlega og ef þessi þáttaröð ýtir ekki undir það að meiri peningar verða settir í þann málaflokk þá veit ég ekki hvað gerir það. Þarna sjáum við fjölskyldu, foreldra og mann með miklar skyldur að takast á við átakanlegan og erfiðann geðsjúkdóm. Og þannig er raunveruleikinn hjá svo mörgu fólki og fjölskyldum. Það hafa svo margir látið lífið vegna þessa sjúkdóms sem og fleiri geðsjúkdóma eins og t.d. alkahólisma. Enginn geðsjúkdómur fer í manngreiningar álit enda hef ég sjálfur verið með alþingismanni í meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi sem ýtti undir að ég skrifaði þessa grein til að ræða geðsjúkdóma. Ég einfaldlega varð að bera vitni um að við getum öll veikst yfir lífsferli okkar sama hvað við vinnum við eða erum. Við eigum að gera ALLT til að hjálpa hvort öðru. Við getum átt okkar eigið heimili, bíl, börn, verið háskólagengin og allt gengið vel í lífinu en samt veikst snögglega af geðsjúkdómi. Við erum öll með mismunandi miðtaugakerfi sem getur snúist gegn okkur þótt við séum Bjarni Ben eða Inga Sæland. Geðsjúkdómar eru eitthvað sem allir geta fengið. Mig langar að enda þessa stuttu og einföldu grein um að biðja þá sem verða kosnir á þing 30. Nóvember næstkomandi að bjarga mannslífum og eyða þjáningum fjölskyldna með því að láta meiri peninga inn í geðheilbrigðisþjónustuna. Og endurskipuleggja hana algjörlega. Hver einasti leikari í þáttunum gaf ALLT sitt í þáttaröðina og það væri efni í heila grein fyrir sig. Aníta Briem fór sérstaklega á kostum sem mótleikari Ólafs Darra. Munið síðan að horfa á lokaþáttinn af,,Ráðherrann" 1. Desember Það eru forréttindi að við Íslendingar eigum svona góða leikara ekki bara til að skapa list, heldur einnig til að koma skilaboðum áleiðis með henni og henda skömm og fordómum í ruslið. Takk allir leikarar og listamenn á Íslandi! Höfundur er eilífðarstúdent.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun