Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:51 Í dag hefjast verkföll í nokkrum skólum og þeirra á meðal er Árbæjarskóli, skólinn sem ég kenndi í þar til ég var kjörin á þing. Verkfall kennara snýst um samkomulag sem gert var við þá árið 2016, samkomulag sem var gert í mikilli óþökk kennara og sem trúnaðarmaður kennara Árbæjarskóla á þeim tíma skrifaði ég eftirfarandi ályktun sem kennarafundur samþykkti og sendi frá sér: Ályktun kennarafundar í Árbæjarskóla, 21. september 2016. Kennarar í Árbæjarskóla lýsa furðu sinni á að formaður KÍ skuli hafa skrifað undir breytingu á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að hafa kynnt það fyrst fyrir þeim. Hér er um mikla hagsmuni að ræða sem hart var barist fyrir og því teljum við að formaður og stjórn KÍ hafi farið út fyrir valdssvið sitt með því að samþykkja að því er virðist mjög viðamiklar breytingar án þess að leita fyrst samþykkis félagsmanna. Samkomulagið hefur ekki enn verið kynnt fyrir okkur og því erfitt að álykta um það efnislega. Þar sem tími er naumur og útlit fyrir að samkomulagið verði senn að lögum frá Alþingi viljum við koma mótmælum okkar á framfæri nú þegar og krefjast þess að fá að greiða atkvæði um þetta stóra hagsmunamál áður en lengra er haldið. Burtséð frá vinnubrögðunum og þeirri leynd sem hvílt hefur yfir þessum málum þá hafa kennarar að auki slæma reynslu að því að treysta stjórnvöldum og „vilja þeirra“ til að „leitast við“ að hækka laun eða bæta kjör okkar á nokkurn hátt. Sé raunverulegur vilji til „launajöfnunar“ hefði það átt að endurspeglast í nýgerðum kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu en þar sáust engin merki um þann yfirlýsta vilja sem fram kemur í þessu samkomulagi. Við mótmælum þessu harðlega og krefjumst kynningar á samkomulaginu og þess að fá að greiða atkvæði um þátttöku KÍ í því. Hafi formaður KÍ ekki gert neina fyrirvara á undirskrift sinni um samþykki félagsmanna, teljum við það afglöp í starfi sem kalli á tafarlausa afsögn hans. Þessi yfirlýsing kennara Árbæjarskóla var eins og neisti sem kveikti bál og á eftir fylgdu tugir yfirlýsinga frá öðrum skólum. Samstaða kennara þetta haust var órjúfanleg. Þeir höfðu þegar þar var komið þegar fellt tvo samninga á árinu og traust þeirra til forystunnar var í sögulegu lágmarki. Grasrótin greip því til sinna ráða og þó okkur tækist ekki að stöðva lífeyrissjóðssamkomulagið þrýsti hún duglega á nýjan samning. Skipulagðar voru útgöngur og margir kennarar skiluðu inn uppsagnarbréfi eins og hér er lýst. Ragnar Þór Pétursson lýsti andrúmsloftinu og því sem gerðist svona í grein; „Við höfum aldrei, í þau 20 ár sem ég hef starfað í stéttinni, verið jafn samheldin og ákveðin. Það byrjaði sem gola. Árbæjarskóli var fyrstur. Svo fylgdu nokkrir í kjölfarið. Brátt var komið dálítið rok. Aðgerðir voru óumflýjanlegar. Það þurfti enginn að segja neitt. Það vissu það allir – spurningin var bara hvort við færum í þær saman eða í mörgum litlum hópum. Þá var segl sett á loft, og það greip vindinn.“ Í grein sinni Af hverju eru kennarar svona reiðir fór Ragnar Þór Pétursson sem síðar varð formaður KÍ, yfir söguna frá 2005. Hann rekur þar m.a. ítrekuð svik sveitarfélaganna við kennara: „En hvað er það sem gerði kennara svona reiða? Ég skal rekja það í stuttu máli. Árið 2013 höfðu launakjör kennara rýrnað verulega frá 2005. Ekki síst vegna hrunsins. Voru þau þó slöpp fyrir. Það er löngu viðurkennt að miklu lengra var gengið í niðurskurði í skólakerfinu við hrunið en kerfið þoldi. Margvíslegur skaði varð sem enn er að koma fram. Eitt af því var að kjör kennara versnuðu stórkostlega. Hér verður að hafa í huga að um 2005 var mörkuð sú stefna að stórbæta kjör grunnskólakennara. Átti það að haldast í hendur við auknar faglegar kröfur og mun lengra nám. Hrunið gerði útaf við öll slík plön. Námið lengdist að vísu og kröfurnar jukust – en kjörin (eins og áður sagði) rýrnuðu. Nú er svo komið að kennarar eru í útrýmingarhættu. Rannsóknir sýna að næstu áratugi mun verða viðvarandi kennaraskortur. Hann er þegar byrjaður að koma fram… …Sveitarfélögin ákváðu að það væri vænlegri taktík að bregðast við útdauða ungra kennara með vinnuþrælkun þeirra gömlu en endurnýjun hinna ungu. Þeir skyldu vinna sín störf – og bæta á sig þeim störfum sem unga fólkið hefði átt að vinna. Nú aukast langtímaveikindi hjá Reykjavíkurborg með gríðarlegum hraða. Kennsla hefur alltaf verið álagsstarf (það skilja allir sem haldið hafa bekkjarafmæli). Um 90% kennslukvenna sýna líkamleg álagseinkenni og um helmingur mjög alvarleg einkenni. Með því að auka álögur á fólk í slíkri stöðu hlýtur eitthvað að láta undan. Þetta er eitt af því sem gerir kennara reiða.“ Við erum að sjá svarta framtíðarsýn Ragnars Þórs raungerast í dag. Sem dæmi um virðingarleysi sveitarstjórna tók Ragnar Þór eftirfarandi dæmi af borgarstjóranum í Reykjavík, sem þá var Dagur B. Eggertsson: Síðasta mánudag mættu reykvískir kennarar til borgarstjórans í Reykjavík og afhentu honum 3000 undirskriftir íslenskra kennara með harðorðri ályktun. Ályktunin snerist ekkert um ríkið. Hún snerist um misheppnaða kjarastefnu sveitarfélaganna sjálfra. Borgarstjórinn ræddi málið við nokkra kennara góða stund og svo skildust leiðir. Í vikulegum pósti sínum til starfsmanna borgarinnar rakti svo þessi sami borgarstjóri það sem helst hefði borið til tíðinda hjá honum í vikunni. Veðrið fór í skapið á honum, Dónald Trömp fór í magann á honum, hann hefur verið að pæla í Esjukláfi og fótbolta í úthverfum. Rúmlega eitt þúsund undirskriftir reykvískra kennara komust ekki á blað. Ekki orð um það í póstinum. Ekki heldur orð um harðorða ályktun foreldrafélaganna í Reykjavík. Þau sjá vandann greinilega. Ekki píp. Það verður þó að hafa í huga að það eru væntanlegar voða spennandi hugmyndir um þróun íþróttasvæðis KR sem þurftu sitt pláss. Raunin er sú að langsamlega stærsta vandamálið sem borgarstjórn stendur frammi fyrir í dag er yfirvofandi atgervisflótti kennara. Á föstudaginn síðasta hittist kennarahópur heils skóla sem ætlar líklega allur að skrifa uppsagnarbréf eftir helgi. Ekki vegna kjararáðs. Heldur vegna borgarinnar. Þetta er bara eitt dæmi um þá hunsun sem kennarar hafa ítrekað mætt þegar þeir hafa bent á eða barist gegn þeim augljósa vanda sem hefur blasað við allt of lengi. Það versta við greinar Ragnars Þórs Péturssonar er að þær gætu eins verið skrifaðar nú. Ekkert hefur breyst og verkföll kennara nú eru vegna þess sem gerðist 2016. Vegna þess að gerður var þá samningur sem ekki hefur verið staðið við, átta árum síðar. Það voru Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætis- fjármálaráðherrar, sem skrifuðu undir samkomulagið við kennara. Allar götur síðan þá hafa þeir setið í ríkisstjórn en aldrei gert minnstu tilraun til að efna samninginn sem þeir bæði hvöttu til og skrifuðu undir. Ríkinu ber að sjálfsögðu að efna gerða samninga, en það er greinilegt að þessum mönnum er ekki treystandi til þess. Það ætti öllum að vera ljóst af hverju þolinmæði kennara er löngu þrotin. Reiði fólks vegna barna sem verkfallsaðgerðir bitna á, ætti ekki að beinast að kennurum heldur þeim sem hafa ekki bara dregið lappirnar á allan hátt til að þreyta kennara til uppgjafar, heldur einnig brotið gerða samninga með grófum hætti. Ég sendi vinum mínum og félögum í Árbæjarskóla, sem og öðrum kennurum sem eru í verkfalli eða byrja í verkfalli á morgun, sem og þeim sem bíða á hliðarlínunni og bíða þess að hella sér í slaginn af fullum þunga (sem er líka erfitt) mínar bestu kveðjur. Það er skrítið að vera ekki með ykkur í baráttunni að þessu sinni, en þið eigið allan minn stuðning. Samkomulagið frá 2016 á að efna! Höfundur er kennari og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefjast verkföll í nokkrum skólum og þeirra á meðal er Árbæjarskóli, skólinn sem ég kenndi í þar til ég var kjörin á þing. Verkfall kennara snýst um samkomulag sem gert var við þá árið 2016, samkomulag sem var gert í mikilli óþökk kennara og sem trúnaðarmaður kennara Árbæjarskóla á þeim tíma skrifaði ég eftirfarandi ályktun sem kennarafundur samþykkti og sendi frá sér: Ályktun kennarafundar í Árbæjarskóla, 21. september 2016. Kennarar í Árbæjarskóla lýsa furðu sinni á að formaður KÍ skuli hafa skrifað undir breytingu á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að hafa kynnt það fyrst fyrir þeim. Hér er um mikla hagsmuni að ræða sem hart var barist fyrir og því teljum við að formaður og stjórn KÍ hafi farið út fyrir valdssvið sitt með því að samþykkja að því er virðist mjög viðamiklar breytingar án þess að leita fyrst samþykkis félagsmanna. Samkomulagið hefur ekki enn verið kynnt fyrir okkur og því erfitt að álykta um það efnislega. Þar sem tími er naumur og útlit fyrir að samkomulagið verði senn að lögum frá Alþingi viljum við koma mótmælum okkar á framfæri nú þegar og krefjast þess að fá að greiða atkvæði um þetta stóra hagsmunamál áður en lengra er haldið. Burtséð frá vinnubrögðunum og þeirri leynd sem hvílt hefur yfir þessum málum þá hafa kennarar að auki slæma reynslu að því að treysta stjórnvöldum og „vilja þeirra“ til að „leitast við“ að hækka laun eða bæta kjör okkar á nokkurn hátt. Sé raunverulegur vilji til „launajöfnunar“ hefði það átt að endurspeglast í nýgerðum kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu en þar sáust engin merki um þann yfirlýsta vilja sem fram kemur í þessu samkomulagi. Við mótmælum þessu harðlega og krefjumst kynningar á samkomulaginu og þess að fá að greiða atkvæði um þátttöku KÍ í því. Hafi formaður KÍ ekki gert neina fyrirvara á undirskrift sinni um samþykki félagsmanna, teljum við það afglöp í starfi sem kalli á tafarlausa afsögn hans. Þessi yfirlýsing kennara Árbæjarskóla var eins og neisti sem kveikti bál og á eftir fylgdu tugir yfirlýsinga frá öðrum skólum. Samstaða kennara þetta haust var órjúfanleg. Þeir höfðu þegar þar var komið þegar fellt tvo samninga á árinu og traust þeirra til forystunnar var í sögulegu lágmarki. Grasrótin greip því til sinna ráða og þó okkur tækist ekki að stöðva lífeyrissjóðssamkomulagið þrýsti hún duglega á nýjan samning. Skipulagðar voru útgöngur og margir kennarar skiluðu inn uppsagnarbréfi eins og hér er lýst. Ragnar Þór Pétursson lýsti andrúmsloftinu og því sem gerðist svona í grein; „Við höfum aldrei, í þau 20 ár sem ég hef starfað í stéttinni, verið jafn samheldin og ákveðin. Það byrjaði sem gola. Árbæjarskóli var fyrstur. Svo fylgdu nokkrir í kjölfarið. Brátt var komið dálítið rok. Aðgerðir voru óumflýjanlegar. Það þurfti enginn að segja neitt. Það vissu það allir – spurningin var bara hvort við færum í þær saman eða í mörgum litlum hópum. Þá var segl sett á loft, og það greip vindinn.“ Í grein sinni Af hverju eru kennarar svona reiðir fór Ragnar Þór Pétursson sem síðar varð formaður KÍ, yfir söguna frá 2005. Hann rekur þar m.a. ítrekuð svik sveitarfélaganna við kennara: „En hvað er það sem gerði kennara svona reiða? Ég skal rekja það í stuttu máli. Árið 2013 höfðu launakjör kennara rýrnað verulega frá 2005. Ekki síst vegna hrunsins. Voru þau þó slöpp fyrir. Það er löngu viðurkennt að miklu lengra var gengið í niðurskurði í skólakerfinu við hrunið en kerfið þoldi. Margvíslegur skaði varð sem enn er að koma fram. Eitt af því var að kjör kennara versnuðu stórkostlega. Hér verður að hafa í huga að um 2005 var mörkuð sú stefna að stórbæta kjör grunnskólakennara. Átti það að haldast í hendur við auknar faglegar kröfur og mun lengra nám. Hrunið gerði útaf við öll slík plön. Námið lengdist að vísu og kröfurnar jukust – en kjörin (eins og áður sagði) rýrnuðu. Nú er svo komið að kennarar eru í útrýmingarhættu. Rannsóknir sýna að næstu áratugi mun verða viðvarandi kennaraskortur. Hann er þegar byrjaður að koma fram… …Sveitarfélögin ákváðu að það væri vænlegri taktík að bregðast við útdauða ungra kennara með vinnuþrælkun þeirra gömlu en endurnýjun hinna ungu. Þeir skyldu vinna sín störf – og bæta á sig þeim störfum sem unga fólkið hefði átt að vinna. Nú aukast langtímaveikindi hjá Reykjavíkurborg með gríðarlegum hraða. Kennsla hefur alltaf verið álagsstarf (það skilja allir sem haldið hafa bekkjarafmæli). Um 90% kennslukvenna sýna líkamleg álagseinkenni og um helmingur mjög alvarleg einkenni. Með því að auka álögur á fólk í slíkri stöðu hlýtur eitthvað að láta undan. Þetta er eitt af því sem gerir kennara reiða.“ Við erum að sjá svarta framtíðarsýn Ragnars Þórs raungerast í dag. Sem dæmi um virðingarleysi sveitarstjórna tók Ragnar Þór eftirfarandi dæmi af borgarstjóranum í Reykjavík, sem þá var Dagur B. Eggertsson: Síðasta mánudag mættu reykvískir kennarar til borgarstjórans í Reykjavík og afhentu honum 3000 undirskriftir íslenskra kennara með harðorðri ályktun. Ályktunin snerist ekkert um ríkið. Hún snerist um misheppnaða kjarastefnu sveitarfélaganna sjálfra. Borgarstjórinn ræddi málið við nokkra kennara góða stund og svo skildust leiðir. Í vikulegum pósti sínum til starfsmanna borgarinnar rakti svo þessi sami borgarstjóri það sem helst hefði borið til tíðinda hjá honum í vikunni. Veðrið fór í skapið á honum, Dónald Trömp fór í magann á honum, hann hefur verið að pæla í Esjukláfi og fótbolta í úthverfum. Rúmlega eitt þúsund undirskriftir reykvískra kennara komust ekki á blað. Ekki orð um það í póstinum. Ekki heldur orð um harðorða ályktun foreldrafélaganna í Reykjavík. Þau sjá vandann greinilega. Ekki píp. Það verður þó að hafa í huga að það eru væntanlegar voða spennandi hugmyndir um þróun íþróttasvæðis KR sem þurftu sitt pláss. Raunin er sú að langsamlega stærsta vandamálið sem borgarstjórn stendur frammi fyrir í dag er yfirvofandi atgervisflótti kennara. Á föstudaginn síðasta hittist kennarahópur heils skóla sem ætlar líklega allur að skrifa uppsagnarbréf eftir helgi. Ekki vegna kjararáðs. Heldur vegna borgarinnar. Þetta er bara eitt dæmi um þá hunsun sem kennarar hafa ítrekað mætt þegar þeir hafa bent á eða barist gegn þeim augljósa vanda sem hefur blasað við allt of lengi. Það versta við greinar Ragnars Þórs Péturssonar er að þær gætu eins verið skrifaðar nú. Ekkert hefur breyst og verkföll kennara nú eru vegna þess sem gerðist 2016. Vegna þess að gerður var þá samningur sem ekki hefur verið staðið við, átta árum síðar. Það voru Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætis- fjármálaráðherrar, sem skrifuðu undir samkomulagið við kennara. Allar götur síðan þá hafa þeir setið í ríkisstjórn en aldrei gert minnstu tilraun til að efna samninginn sem þeir bæði hvöttu til og skrifuðu undir. Ríkinu ber að sjálfsögðu að efna gerða samninga, en það er greinilegt að þessum mönnum er ekki treystandi til þess. Það ætti öllum að vera ljóst af hverju þolinmæði kennara er löngu þrotin. Reiði fólks vegna barna sem verkfallsaðgerðir bitna á, ætti ekki að beinast að kennurum heldur þeim sem hafa ekki bara dregið lappirnar á allan hátt til að þreyta kennara til uppgjafar, heldur einnig brotið gerða samninga með grófum hætti. Ég sendi vinum mínum og félögum í Árbæjarskóla, sem og öðrum kennurum sem eru í verkfalli eða byrja í verkfalli á morgun, sem og þeim sem bíða á hliðarlínunni og bíða þess að hella sér í slaginn af fullum þunga (sem er líka erfitt) mínar bestu kveðjur. Það er skrítið að vera ekki með ykkur í baráttunni að þessu sinni, en þið eigið allan minn stuðning. Samkomulagið frá 2016 á að efna! Höfundur er kennari og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun