Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir, Magnús Hilmar Helgason og Vignir Steinþór Halldórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:22 Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun