Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:10 Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagasamtök Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun