Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 26. nóvember 2024 07:12 Enn og aftur stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum sem dynja yfir skuldsett heimili og leigumarkaðinn. Atburðarrás sem virðist vera hönnuð af gæslufólki fjármagns og sérhagsmuna til að komast yfir sem mest af eignum og tekjum almennings. Skaðinn er að miklu leyti skeður en spurningin er hversu mikil fórnin verður á endanum, því ljóst er að margir munu verða undir í baráttunni við að halda í þak yfir höfuðið. Frá því að fráfarandi ríkisstjórn tók við völdum höfum við í VR og verkalýðshreyfingunni barist fyrir átaki í húsnæðismálum, réttarbót fyrir leigjendur og sanngjarnari húsnæðislánamarkaði með banni á verðtryggðum Íslandslánum. Þaðan kemur krafan um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd sem Flokkur fólksins ætlar að fylgja eftir. Öllu fögru hefur verið lofað og meira til, því við náðum samkomulagi við stjórnvöld um flest þessi atriði með kjarasamningum árið 2019. Rúmlega fimm árum síðar hefur ríkisstjórninni ekki aðeins tekist að svíkja kjósendur sína og samninga við verkalýðshreyfinguna heldur hefur henni tekist að gera stöðuna enn verri en hún þó var. En þarf þetta að vera svona? Af hverju gengur samanburðarlöndum okkar betur að ná árangri á öllum sviðum? Svarið er auðvitað einfalt, stjórnarflokkar hvers tíma hafa unnið með hagsmuni fjármagnsins og sérhagsmuna að leiðarljósi og hafa á sama tíma fórnað mikilvægum hagsmunum fólksins í landinu! Er sjálfstæði Seðlabankans mikilvægara en sjálfstæði þjóðar? Ef við snúum okkur að Seðlabankanum þá er sérhagsmunaöflum tíðrætt um mikilvægi sjálfstæðis Seðlabankans í öllum sínum ákvörðunum. En hvað um sjálfstæði Alþingis og sjálfstæði þjóðarinnar? Verkalýðshreyfingin var nauðbeygð til að fara í einu og öllu eftir tilmælum Seðlabankans, sem hækkaði vexti upp úr öllu valdi, og nú keppast stjórnmálin við að lofa að skera niður í ríkisrekstri og fara í einu og öllu eftir „tilmælum“ Seðlabankans. Hvaða grunnstoðir samfélagsins mun Seðlabankastjóri ráðast gegn næst í baráttu sinni við háa vexti og verðbólgu? Er Seðlabankinn í raun að berjast gegn verðbólgu eða er verið að fylgja eftir hagfræðikenningum sem í einu og öllu þóknast fjármagninu og sérhagsmunum? Hversu mikilvægt er sjálfstæði Seðlabankans á móti sjálfstæði heillar þjóðar og hver verður fórnarkostnaður þjóðarinnar fyrir að verja sjálfstæði eins manns og einnar stofnunar? Mun það kosta fjárhagslegt sjálfstæði tugþúsunda? Mun það kosta mannslíf á ónýtum þjóðvegum eða í fjársveltu heilbrigðiskerfi? Mun það kosta líf þeirra sem þola ekki álagið sem fylgir fjárhagslegri óvissu og síversnandi lífskjörum? Mun það kosta sundrungu fjölskyldna og sjálfstæði barna þeirra? Við virðumst ekki hafa lært nokkurn skapaðan hlut á heilu bankahruni. Svo lítið höfum við lært að ríkisstjórn Íslands skipaði einn af höfundum hrunsins í stöðu einræðisherra sem hefur sjálfstæði heillar þjóðar í höndum sér. Frambjóðendur flokkanna gagga svo eftir honum möntrurnar að hér sé verðbólga og háir vextir vegna stöðu ríkisfjármála. Síðast voru það kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, hvað næst? Verkalýðshreyfingin skrifaði undir hófstillta langtímakjarasamninga snemma í vor undir þrýstingi seðlabankastjóra sem þreyttist ekki á að undirstrika að það væri allt undir launafólki komið hvort hægt væri að ná niður verðbólgu og lækka vexti, þrátt fyrir að aldrei hafi tekist að sýna fram á beina fylgni á milli verðlags og launahækkana, hvað sem líður ítrekuðum tilraunum helstu sérfræðinga. Við svöruðum kallinu nauðbeygð, en auðvitað breyttist ekkert. Það komu bara nýjar og nýjar afsakanir fyrir því að lækka ekki vexti. Allt stefnir nú í að fórnarkostnaður hávaxtastefnu Seðlabankans verði skuldsettum heimilum og fyrirtækjum ofviða því ekkert bendir til þess að lát verði þar á. Nú tala flestir frambjóðendur um mikilvægi þess að skera niður í ríkisrekstri til að ná niður verðbólgu, eftir forskrift Seðlabankans. Það lítur því miður út fyrir að pólitíkin hafi ekki svo mikið sem rýnt í hagtölur síðustu ára þar sem meginorsakir verðbólgu á Íslandi blasa við, og hafa lítið sem ekkert með „báknið“ að gera. Braskvæðing, tómar lóðir og óbyggðir reitir Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar vegna síðustu ára má sjá lið fyrir lið helstu áhrifaþætti hárrar verðbólgu á Íslandi. Þar ber hæst húsnæðisverð sem hefur verið megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára og áratuga, ekki hallarekstur ríkissjóðs. Vandinn er tvíþættur, annars vegar framboðið og hins vegar eftirspurnin. Þrátt fyrir að legið hafi ljóst fyrir að stórauka þurfi framboð á húsnæði hafa stjórnmálin algerlega brugðist. Við erum að fara í öfuga átt því dregið hefur verulega úr framboði af nýbyggingum, þrátt fyrir fögur fyrirheit um hið gagnstæða. Í staðinn hefur húsnæðismarkaðurinn verið braskvæddur með þeim hætti að útilokað er að byggja hagkvæmar íbúðir á þéttingareitum eða keppa við fjárfesta um lóðir sveitarfélaga, lóðir og byggingarétti sem seldir eru hæstbjóðendum og ganga svo kaupum og sölum þangað til búið er að kreista út allt það fjármagn sem markaðurinn leyfir. Eftir standa svo tómar lóðir og óbyggðir reitir sem ekki verður byggt á fyrr en leiguverð og húsnæðisverð er komið í slíkar hæðir að dæmið gengur upp fyrir braskarann sem er aftastur í keðjunni. Svo er það eftirspurnarhliðin. Þar ber Seðlabankinn alla sök því bankinn bjó til áhlaup á fasteignamarkaðinn með lágvaxtastefnu sinni og sagði lága vexti komna til að vera. Þetta var gert án mótvægisaðgerða eins og að stytta lánstíma húsnæðislána eða annara kvaða á útlánaþenslu bankanna til húsnæðiskaupa. Ekki var gerð minnsta tilraun til að liðka fyrir frekari uppbyggingu til að auka framboð á móti mikilli eftirspurn. Mistökin voru ekki að lækka vextir heldur vantaði mótvægið. Ef einhver hefði átt að vita hvaða skelfilegu afleiðingar þetta hefði í för með sér var það Seðlabankinn. En var þetta allt með ráðum gert? Hvaðan kemur seðlabankastjóri? Saga Seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson var forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Þetta var á þeim tíma þegar stóra markaðsbólan á húsnæðismarkaði blés út vegna 90% (100%) lánanna sem þá voru innleidd. Það leiddi til gríðarlegrar eftirspurnar án nokkurra mótvægisaðgerða. Ásgeir vann síðar greiningu á íslenskum húsnæðismarkaði fyrir GAMMA árið 2011 en í kjölfarið hóf fyrirtækið stórfelld uppkaup á íbúðarhúsnæði sem svo varð grundvöllurinn að stofnun Almenna leigufélagsins, síðar Alma. Uppkaupin voru að stórum hluta eignir sem voru hirtar af fólki, á hrakvirði, fólki sem stóð ekki undir stökkbreyttum lánum í eftirmálum bankahrunsins, þarna voru m.a. keypt eignasöfn Íbúðalánasjóðs. Það er því leitun að sérfræðingum á Íslandi sem hafa meiri þekkingu á sveiflum á fasteignamarkaði og skelfilegum afleiðingum þeirra en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, sem var nýlega skipaður til fimm ára í viðbót af fráfarandi ríkisstjórn Íslands. Það er því ekki ofsagt að seðlabankastjóra ætti að vera fullkunnugt um mögulegar afleiðingar lágvaxtastefnu án mótvægisaðgerða, helsta drifkrafti verðbólgu síðustu ára. Og til að bæta gráu ofan á svart kom fram í máli varaseðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis fyrr á árinu að það væri stefna bankans að draga úr þenslu á byggingamarkaði, þ.e. framboði á húsnæði. Fyrir hverja vinnur þetta fólk? Verðbólgan er að mestu heimatilbúin Á aðra áhrifaþætti verðbólgu á Íslandi, eins og heimsfaraldur og stríðsátök með tilheyrandi orkuskorti í Evrópu , bresti í virðiskeðjum, innflutta verðbólgu, hafa stýrivextir á Íslandi auðvitað engin áhrif. Það blasir við öllum þeim sem tilbúnir eru að rýna í tölur og staðreyndin er að verðbólga á Íslandi er að stærstum hluta heimatilbúin í bland við ytri aðstæður sem við fáum litlu ráðið um. En það sem hagstjórnin hér ber ábyrgð á þarf að viðurkenna. Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði. Stýrivextir þar fóru hæst í 4% og húsnæðisvextir í 4,74% á meðan verðbólga (vísitala neysluverðs) fór hæst í 12,3%. Stýrivextir hafa lækkað í Svíþjóð fjórum sinnum á stuttum tíma og eru komnir í 2,75%. Útlit er fyrir að þeir lækki enn frekar í desember. Verðbólga í Svíþjóð mælist nú 1,6%. Á Íslandi mælist verðbólgan 5,1% ( 3,6% samræmd vísitala) en stýrivextir eru 8,5%. Verðbólga hefur lækkað um nákvæmlega helming eða um 5,1% en stýrivextir aðeins lækkað um 0,75%. Það er eitthvað stórkostlegt að í okkar hagstjórn. Eftir hverju er verið að bíða með lækkun vaxta? Raunstýrivextir á Norðurlöndunum hafa verið meira og minna neikvæðir síðastliðin 10 ár. Ársverðbólga mælist nú um 2,3% á Evrusvæðinu. En hér skal fjármagnið varið, sama hvað það kostar. Til að toppa græðgina og spillinguna hækkuðu bankarnir vexti á verðtryggðum húsnæðislánum sem Seðlabankinn hefur rekið stóran hluta þjóðarinnar í með okurvaxta stefnu sinni. Og þrátt fyrir aumingjalega vaxtalækkun er vaxtamunur bankanna, álagning, að aukast vegna þessa. Bankarnir græða sem aldrei fyrr. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld námu 145 milljörðum fyrstu 9 mánuði ársins hjá bönkunum þremur. Þetta er tvöföld sú upphæð sem kostaði að kaup allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. ÞRÍR BANKAR! NÍU MÁNUÐIR! Það eru svo sannarlega ekki allir að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn háum vöxtum og verðbólgu. En af hverju er þetta svona í okkar ríka landi? Hagstjórnin snýst um að verja fjármálakerfið og sérhagsmuni Hagstjórnin byggir á peningahagfræði sem snýst fyrst og fremst um að verja fjármagnið, sérhagsmuni og fjármálakerfið. Þegar hinir ýmsu talsmenn ofangreindra afla vitna í hagvísa og samanburð þá er það fyrst og fremst frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna. Það gengur auðvitað ævintýralega vel hjá bönkunum og á mörkuðum, og þeir sem eiga mest hafa sjaldan haft það betra. Það er mælikvarði stjórnvalda á hversu vel okkur gengur, styrkur bankanna og fjármálakerfisins. Stjórnmálin eru söm við sig og leggja sitt af mörkum. Þau eru búin að gefa auðhringjum firðina okkar og útgerðarelítan malar gull á sameign þjóðarinnar. Forgangsverkefnin voru að einkavæða Íslandsbanka og skera niður innviði og grunnþjónustu, báknið, eftir forskrift Seðlabankans. Stjórnmálin og Seðlabankinn starfa eftir ákveðnum hagfræðikenningum, kenningum sem löngu hafa runnið sitt skeið og eru í besta falli söguleg áminning um misheppnaða og skaðlega innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Okkur er talin trú um að það sé aðeins einn annar valkostur í stöðunni sem sé verri en það sem er predikað yfir okkur alla daga. Málið er ekki svo einfalt. Auðvitað ekki! Því hagfræðin byggir að mestu á kenningum, ólíkum kenningum sem fæstar hafa staðist þegar á reynir. Í eftirmála bankahrunsins kom það einmitt í ljós að þær kenningar sem seðlabankar heimsins og hagkerfin unnu eftir stóðust ekki nokkra skoðun. En hér er þeim enn hampað sem lögmálum sem aldrei megi víkja frá ef ekki á illa að fara. Kenningar eru ekki lögmál! Forhert og þaulskipulögð sveltistefna Við getum kallað málflutning Seðlabankans og stefnu síðustu ríkisstjórnar niðurskurðarstefnu eða sveltistefnu, sem í grunninn kemur böndum á vinnandi fólk, almenning, en styrkir og hampar þeim efnameiri. Þessi stefna byggir á kenningu um að verja og styðja við völd og fjármagn, styrkir hina ríku og veikir alla þá sem undir eru. Þetta er ekki eitthvað sem óvart gerðist, tilviljun eða afleiðing stríðsátaka eða heimsfaraldurs. Þetta er stefna! Forhert og þaulskipulögð stefna sem er byggð á úthugsaðri kenningu hagfræðinnar. Að aga launafólk er gert með fjárhagslegum klyfjum í gegnum t.d. lán, leigu, vexti og verðlag, og með því að skera niður nauðsynlega grunnþjónustu til að einkavæða. Að draga úr mætti fjöldahreyfinga á borð við verkalýðsfélög, afregluvæða markaði, veikja eftirlit og samkeppni. Hljómar þetta sem kunnugleg stefna síðustu ár? Ítalski hagfræðiprófessorinn Clara E. Mattei hélt ákaflega fróðlegan fyrirlestur á málþingi á vegum VR sem haldið var til að útskýra þessa stefnu, bæði í sögulegu og nútímalegu samhengi. Við eigum sem betur fer mikið af færu og hámenntuðu fólki, bæði hér heima og erlendis, sem þorir að ögra þessum hugmyndum en það fólk má sín lítils í baráttunni við ægivald fjölmiðla og fjárhagslegan styrk sérhagsmunaafla sem stjórna umræðunni, stjórnmálunum og eru með sinn ókrýnda konung í hásæti Seðlabankans, veifandi verðbólgu- og vaxtasprota yfir alþýðu landsins í nafni stöðugleika! Við verðum sem samfélag að sniðganga áróður og fræðast um hvað hægt er að gera í stað þess að trúa lyginni um lögmálin sem eru ekkert annað en vafasamar kenningar sem fyrir löngu er búið að afsanna. Það er vel hægt að byggja meira! Háir vextir og verðbólga koma EKKI í veg fyrir það! Það sem stoppar uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði er lóðaskortur! Það er vel hægt að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd sem tryggir óverðtryggða og lægri langtíma fasta vexti, stöðugleika og fyrirsjánleika. En til þess að breyta og framkvæma þarf hugrekki. Hugrekki stjórnmálamanna til að hugsa um fólkið fyrst, og svo allt hitt! Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Krefjast breytinga og hafa kjark til að rísa gegn þeim. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Við þurfum ekki að framselja sjálfstæði okkar til Evrópusambandsins frekar en að sitja undir spillingunni í okkar fallega og ríka landi. Það er hægt að breyta þessu. Það er undir okkur sjáfum komið. Það er komið að þér! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Enn og aftur stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum sem dynja yfir skuldsett heimili og leigumarkaðinn. Atburðarrás sem virðist vera hönnuð af gæslufólki fjármagns og sérhagsmuna til að komast yfir sem mest af eignum og tekjum almennings. Skaðinn er að miklu leyti skeður en spurningin er hversu mikil fórnin verður á endanum, því ljóst er að margir munu verða undir í baráttunni við að halda í þak yfir höfuðið. Frá því að fráfarandi ríkisstjórn tók við völdum höfum við í VR og verkalýðshreyfingunni barist fyrir átaki í húsnæðismálum, réttarbót fyrir leigjendur og sanngjarnari húsnæðislánamarkaði með banni á verðtryggðum Íslandslánum. Þaðan kemur krafan um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd sem Flokkur fólksins ætlar að fylgja eftir. Öllu fögru hefur verið lofað og meira til, því við náðum samkomulagi við stjórnvöld um flest þessi atriði með kjarasamningum árið 2019. Rúmlega fimm árum síðar hefur ríkisstjórninni ekki aðeins tekist að svíkja kjósendur sína og samninga við verkalýðshreyfinguna heldur hefur henni tekist að gera stöðuna enn verri en hún þó var. En þarf þetta að vera svona? Af hverju gengur samanburðarlöndum okkar betur að ná árangri á öllum sviðum? Svarið er auðvitað einfalt, stjórnarflokkar hvers tíma hafa unnið með hagsmuni fjármagnsins og sérhagsmuna að leiðarljósi og hafa á sama tíma fórnað mikilvægum hagsmunum fólksins í landinu! Er sjálfstæði Seðlabankans mikilvægara en sjálfstæði þjóðar? Ef við snúum okkur að Seðlabankanum þá er sérhagsmunaöflum tíðrætt um mikilvægi sjálfstæðis Seðlabankans í öllum sínum ákvörðunum. En hvað um sjálfstæði Alþingis og sjálfstæði þjóðarinnar? Verkalýðshreyfingin var nauðbeygð til að fara í einu og öllu eftir tilmælum Seðlabankans, sem hækkaði vexti upp úr öllu valdi, og nú keppast stjórnmálin við að lofa að skera niður í ríkisrekstri og fara í einu og öllu eftir „tilmælum“ Seðlabankans. Hvaða grunnstoðir samfélagsins mun Seðlabankastjóri ráðast gegn næst í baráttu sinni við háa vexti og verðbólgu? Er Seðlabankinn í raun að berjast gegn verðbólgu eða er verið að fylgja eftir hagfræðikenningum sem í einu og öllu þóknast fjármagninu og sérhagsmunum? Hversu mikilvægt er sjálfstæði Seðlabankans á móti sjálfstæði heillar þjóðar og hver verður fórnarkostnaður þjóðarinnar fyrir að verja sjálfstæði eins manns og einnar stofnunar? Mun það kosta fjárhagslegt sjálfstæði tugþúsunda? Mun það kosta mannslíf á ónýtum þjóðvegum eða í fjársveltu heilbrigðiskerfi? Mun það kosta líf þeirra sem þola ekki álagið sem fylgir fjárhagslegri óvissu og síversnandi lífskjörum? Mun það kosta sundrungu fjölskyldna og sjálfstæði barna þeirra? Við virðumst ekki hafa lært nokkurn skapaðan hlut á heilu bankahruni. Svo lítið höfum við lært að ríkisstjórn Íslands skipaði einn af höfundum hrunsins í stöðu einræðisherra sem hefur sjálfstæði heillar þjóðar í höndum sér. Frambjóðendur flokkanna gagga svo eftir honum möntrurnar að hér sé verðbólga og háir vextir vegna stöðu ríkisfjármála. Síðast voru það kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, hvað næst? Verkalýðshreyfingin skrifaði undir hófstillta langtímakjarasamninga snemma í vor undir þrýstingi seðlabankastjóra sem þreyttist ekki á að undirstrika að það væri allt undir launafólki komið hvort hægt væri að ná niður verðbólgu og lækka vexti, þrátt fyrir að aldrei hafi tekist að sýna fram á beina fylgni á milli verðlags og launahækkana, hvað sem líður ítrekuðum tilraunum helstu sérfræðinga. Við svöruðum kallinu nauðbeygð, en auðvitað breyttist ekkert. Það komu bara nýjar og nýjar afsakanir fyrir því að lækka ekki vexti. Allt stefnir nú í að fórnarkostnaður hávaxtastefnu Seðlabankans verði skuldsettum heimilum og fyrirtækjum ofviða því ekkert bendir til þess að lát verði þar á. Nú tala flestir frambjóðendur um mikilvægi þess að skera niður í ríkisrekstri til að ná niður verðbólgu, eftir forskrift Seðlabankans. Það lítur því miður út fyrir að pólitíkin hafi ekki svo mikið sem rýnt í hagtölur síðustu ára þar sem meginorsakir verðbólgu á Íslandi blasa við, og hafa lítið sem ekkert með „báknið“ að gera. Braskvæðing, tómar lóðir og óbyggðir reitir Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar vegna síðustu ára má sjá lið fyrir lið helstu áhrifaþætti hárrar verðbólgu á Íslandi. Þar ber hæst húsnæðisverð sem hefur verið megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára og áratuga, ekki hallarekstur ríkissjóðs. Vandinn er tvíþættur, annars vegar framboðið og hins vegar eftirspurnin. Þrátt fyrir að legið hafi ljóst fyrir að stórauka þurfi framboð á húsnæði hafa stjórnmálin algerlega brugðist. Við erum að fara í öfuga átt því dregið hefur verulega úr framboði af nýbyggingum, þrátt fyrir fögur fyrirheit um hið gagnstæða. Í staðinn hefur húsnæðismarkaðurinn verið braskvæddur með þeim hætti að útilokað er að byggja hagkvæmar íbúðir á þéttingareitum eða keppa við fjárfesta um lóðir sveitarfélaga, lóðir og byggingarétti sem seldir eru hæstbjóðendum og ganga svo kaupum og sölum þangað til búið er að kreista út allt það fjármagn sem markaðurinn leyfir. Eftir standa svo tómar lóðir og óbyggðir reitir sem ekki verður byggt á fyrr en leiguverð og húsnæðisverð er komið í slíkar hæðir að dæmið gengur upp fyrir braskarann sem er aftastur í keðjunni. Svo er það eftirspurnarhliðin. Þar ber Seðlabankinn alla sök því bankinn bjó til áhlaup á fasteignamarkaðinn með lágvaxtastefnu sinni og sagði lága vexti komna til að vera. Þetta var gert án mótvægisaðgerða eins og að stytta lánstíma húsnæðislána eða annara kvaða á útlánaþenslu bankanna til húsnæðiskaupa. Ekki var gerð minnsta tilraun til að liðka fyrir frekari uppbyggingu til að auka framboð á móti mikilli eftirspurn. Mistökin voru ekki að lækka vextir heldur vantaði mótvægið. Ef einhver hefði átt að vita hvaða skelfilegu afleiðingar þetta hefði í för með sér var það Seðlabankinn. En var þetta allt með ráðum gert? Hvaðan kemur seðlabankastjóri? Saga Seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson var forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Þetta var á þeim tíma þegar stóra markaðsbólan á húsnæðismarkaði blés út vegna 90% (100%) lánanna sem þá voru innleidd. Það leiddi til gríðarlegrar eftirspurnar án nokkurra mótvægisaðgerða. Ásgeir vann síðar greiningu á íslenskum húsnæðismarkaði fyrir GAMMA árið 2011 en í kjölfarið hóf fyrirtækið stórfelld uppkaup á íbúðarhúsnæði sem svo varð grundvöllurinn að stofnun Almenna leigufélagsins, síðar Alma. Uppkaupin voru að stórum hluta eignir sem voru hirtar af fólki, á hrakvirði, fólki sem stóð ekki undir stökkbreyttum lánum í eftirmálum bankahrunsins, þarna voru m.a. keypt eignasöfn Íbúðalánasjóðs. Það er því leitun að sérfræðingum á Íslandi sem hafa meiri þekkingu á sveiflum á fasteignamarkaði og skelfilegum afleiðingum þeirra en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, sem var nýlega skipaður til fimm ára í viðbót af fráfarandi ríkisstjórn Íslands. Það er því ekki ofsagt að seðlabankastjóra ætti að vera fullkunnugt um mögulegar afleiðingar lágvaxtastefnu án mótvægisaðgerða, helsta drifkrafti verðbólgu síðustu ára. Og til að bæta gráu ofan á svart kom fram í máli varaseðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis fyrr á árinu að það væri stefna bankans að draga úr þenslu á byggingamarkaði, þ.e. framboði á húsnæði. Fyrir hverja vinnur þetta fólk? Verðbólgan er að mestu heimatilbúin Á aðra áhrifaþætti verðbólgu á Íslandi, eins og heimsfaraldur og stríðsátök með tilheyrandi orkuskorti í Evrópu , bresti í virðiskeðjum, innflutta verðbólgu, hafa stýrivextir á Íslandi auðvitað engin áhrif. Það blasir við öllum þeim sem tilbúnir eru að rýna í tölur og staðreyndin er að verðbólga á Íslandi er að stærstum hluta heimatilbúin í bland við ytri aðstæður sem við fáum litlu ráðið um. En það sem hagstjórnin hér ber ábyrgð á þarf að viðurkenna. Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði. Stýrivextir þar fóru hæst í 4% og húsnæðisvextir í 4,74% á meðan verðbólga (vísitala neysluverðs) fór hæst í 12,3%. Stýrivextir hafa lækkað í Svíþjóð fjórum sinnum á stuttum tíma og eru komnir í 2,75%. Útlit er fyrir að þeir lækki enn frekar í desember. Verðbólga í Svíþjóð mælist nú 1,6%. Á Íslandi mælist verðbólgan 5,1% ( 3,6% samræmd vísitala) en stýrivextir eru 8,5%. Verðbólga hefur lækkað um nákvæmlega helming eða um 5,1% en stýrivextir aðeins lækkað um 0,75%. Það er eitthvað stórkostlegt að í okkar hagstjórn. Eftir hverju er verið að bíða með lækkun vaxta? Raunstýrivextir á Norðurlöndunum hafa verið meira og minna neikvæðir síðastliðin 10 ár. Ársverðbólga mælist nú um 2,3% á Evrusvæðinu. En hér skal fjármagnið varið, sama hvað það kostar. Til að toppa græðgina og spillinguna hækkuðu bankarnir vexti á verðtryggðum húsnæðislánum sem Seðlabankinn hefur rekið stóran hluta þjóðarinnar í með okurvaxta stefnu sinni. Og þrátt fyrir aumingjalega vaxtalækkun er vaxtamunur bankanna, álagning, að aukast vegna þessa. Bankarnir græða sem aldrei fyrr. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld námu 145 milljörðum fyrstu 9 mánuði ársins hjá bönkunum þremur. Þetta er tvöföld sú upphæð sem kostaði að kaup allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. ÞRÍR BANKAR! NÍU MÁNUÐIR! Það eru svo sannarlega ekki allir að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn háum vöxtum og verðbólgu. En af hverju er þetta svona í okkar ríka landi? Hagstjórnin snýst um að verja fjármálakerfið og sérhagsmuni Hagstjórnin byggir á peningahagfræði sem snýst fyrst og fremst um að verja fjármagnið, sérhagsmuni og fjármálakerfið. Þegar hinir ýmsu talsmenn ofangreindra afla vitna í hagvísa og samanburð þá er það fyrst og fremst frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna. Það gengur auðvitað ævintýralega vel hjá bönkunum og á mörkuðum, og þeir sem eiga mest hafa sjaldan haft það betra. Það er mælikvarði stjórnvalda á hversu vel okkur gengur, styrkur bankanna og fjármálakerfisins. Stjórnmálin eru söm við sig og leggja sitt af mörkum. Þau eru búin að gefa auðhringjum firðina okkar og útgerðarelítan malar gull á sameign þjóðarinnar. Forgangsverkefnin voru að einkavæða Íslandsbanka og skera niður innviði og grunnþjónustu, báknið, eftir forskrift Seðlabankans. Stjórnmálin og Seðlabankinn starfa eftir ákveðnum hagfræðikenningum, kenningum sem löngu hafa runnið sitt skeið og eru í besta falli söguleg áminning um misheppnaða og skaðlega innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Okkur er talin trú um að það sé aðeins einn annar valkostur í stöðunni sem sé verri en það sem er predikað yfir okkur alla daga. Málið er ekki svo einfalt. Auðvitað ekki! Því hagfræðin byggir að mestu á kenningum, ólíkum kenningum sem fæstar hafa staðist þegar á reynir. Í eftirmála bankahrunsins kom það einmitt í ljós að þær kenningar sem seðlabankar heimsins og hagkerfin unnu eftir stóðust ekki nokkra skoðun. En hér er þeim enn hampað sem lögmálum sem aldrei megi víkja frá ef ekki á illa að fara. Kenningar eru ekki lögmál! Forhert og þaulskipulögð sveltistefna Við getum kallað málflutning Seðlabankans og stefnu síðustu ríkisstjórnar niðurskurðarstefnu eða sveltistefnu, sem í grunninn kemur böndum á vinnandi fólk, almenning, en styrkir og hampar þeim efnameiri. Þessi stefna byggir á kenningu um að verja og styðja við völd og fjármagn, styrkir hina ríku og veikir alla þá sem undir eru. Þetta er ekki eitthvað sem óvart gerðist, tilviljun eða afleiðing stríðsátaka eða heimsfaraldurs. Þetta er stefna! Forhert og þaulskipulögð stefna sem er byggð á úthugsaðri kenningu hagfræðinnar. Að aga launafólk er gert með fjárhagslegum klyfjum í gegnum t.d. lán, leigu, vexti og verðlag, og með því að skera niður nauðsynlega grunnþjónustu til að einkavæða. Að draga úr mætti fjöldahreyfinga á borð við verkalýðsfélög, afregluvæða markaði, veikja eftirlit og samkeppni. Hljómar þetta sem kunnugleg stefna síðustu ár? Ítalski hagfræðiprófessorinn Clara E. Mattei hélt ákaflega fróðlegan fyrirlestur á málþingi á vegum VR sem haldið var til að útskýra þessa stefnu, bæði í sögulegu og nútímalegu samhengi. Við eigum sem betur fer mikið af færu og hámenntuðu fólki, bæði hér heima og erlendis, sem þorir að ögra þessum hugmyndum en það fólk má sín lítils í baráttunni við ægivald fjölmiðla og fjárhagslegan styrk sérhagsmunaafla sem stjórna umræðunni, stjórnmálunum og eru með sinn ókrýnda konung í hásæti Seðlabankans, veifandi verðbólgu- og vaxtasprota yfir alþýðu landsins í nafni stöðugleika! Við verðum sem samfélag að sniðganga áróður og fræðast um hvað hægt er að gera í stað þess að trúa lyginni um lögmálin sem eru ekkert annað en vafasamar kenningar sem fyrir löngu er búið að afsanna. Það er vel hægt að byggja meira! Háir vextir og verðbólga koma EKKI í veg fyrir það! Það sem stoppar uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði er lóðaskortur! Það er vel hægt að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd sem tryggir óverðtryggða og lægri langtíma fasta vexti, stöðugleika og fyrirsjánleika. En til þess að breyta og framkvæma þarf hugrekki. Hugrekki stjórnmálamanna til að hugsa um fólkið fyrst, og svo allt hitt! Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Krefjast breytinga og hafa kjark til að rísa gegn þeim. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Við þurfum ekki að framselja sjálfstæði okkar til Evrópusambandsins frekar en að sitja undir spillingunni í okkar fallega og ríka landi. Það er hægt að breyta þessu. Það er undir okkur sjáfum komið. Það er komið að þér! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar