Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2024 15:13 Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun