Gasmengun helsta hættan í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2024 19:50 Úlfar Lúðviksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Einar Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að þar með sé þó ekki sagt að öll hætta sé liðin hjá. „Við erum hér í miðjum atburði og það er ennþá gos í gangi. En miðað við aðstæður þá teljum við óhætt að hleypa fólki inn í Grindavík,“ sagði Úlfar. Hraun náði Grindavíkurvegi fljótlega eftir að gos hófst og því er farið inn í bæinn um Suðurstrandarveg og Nesveg. Hvað er það sem helst ber að varast núna þegar þetta langt er liðið á gosið? „Ef við tölum um Grindavík þá er það helst gasmengun. Mengun hefur verið viðráðanleg hingað til inni í Grindavík og það er ástæðan fyrir því að við opnum núna.“ Hagstætt veður og þokkaleg vindátt spili þar nokkurn þátt. „Við aftur á móti leggjum áherslu á það að Svartsengissvæðið er í dag bara vinnusvæði og aðgangur þar er mjög takmarkaður. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu að nú síðdegis hafi verið farið með dróna búinn hitamyndavél yfir gosstöðvarnar. Miðað við frumniðurstöður þeirrar könnunar hafi dregið nær alveg úr virkni í syðsta gíg gosstöðvanna og miðgígnum. Mest virknin væri hins vegar í nyrsta gígnum. Enn sé hraunrennsli töluvert, sem geti sett álag á varnargarða sem unnið sé að því að hækka, samhliða hraunkælingu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 25. nóvember 2024 16:00
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03