Hefndi sín með því að missa meydóminn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:01 Poppgyðjan Cher var að gefa út sjálfsævisögu. Gilbert Flores/Variety via Getty Images Goðsögnin Cher opnar sig upp á gátt í nýrri sjálfsævisögu. Þar fer poppstjarnan um víðan völl og rifjar meðal annars hvernig hún missti meydóminn fjórtán ára gömul en hún segist það fyrst og fremst hafa verið gert til að hefna sín á strák. Cher segir að fyrsta reynsla hennar af kynlífi hafi vægast sagt verið ofmetin. Hún hafði verið að slá sér upp með strák úr nágrenninu sem vildi þó ekkert með hana hafa þegar vinir hans voru í kring. „Hann var mjög ljúfur þegar við vorum bara tvö saman en þegar vinir hans voru með okkur kom hann fram við mig eins og ég væri einhver vandræðalegur smákrakki.“ View this post on Instagram A post shared by Cher (@cher) Þá segir Cher að vinir hans hafi sömuleiðis gert lítið úr henni og strákurinn hafi aldrei staðið upp fyrir henni. „Þetta særði mig svo mikið þannig að ég ákvað að stunda hefndar kynlíf með honum. Mig langaði ekkert til þess, annars hefði ég verið löngu búin að því vegna þess að hann hafði beðið mig svona fimm hundruð sinnum um það. En ég var svo reið að hann hafnaði mér svona að ég ákvað að lána honum meydóminn minn. Þegar þessari mjög svo ofmetnu reynslu var loksins lokið spurði ég hann: Var þetta bara það? Erum við búin? Svo bað ég hann að fara heim og aldrei koma aftur. Mig langaði að hann upplifði sömu höfnun og ég hafði fundið fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by Cher (@cher) Cher stóð föst á sínu og þrátt fyrir að strákurinn hafi oft reynt að hafa samband talaði hún aldrei við hann aftur. Þetta er ein af ótal sögum sem Cher deilir úr sínu lífi. Bókin heitir Cher The Memoir Part One og kom út 19. nóvember síðastliðinn. Ástin blómstrar í dag hjá Alexander Edwards og Cher.Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Ástin blómstrar hjá Cher sem er í dag 78 ára gömul. Poppgyðjan er í sambandi með fyrirsætunni Alexander Edwards sem er 38 ára gamall og því fjörutíu árum yngri. Hollywood Bókmenntir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Cher segir að fyrsta reynsla hennar af kynlífi hafi vægast sagt verið ofmetin. Hún hafði verið að slá sér upp með strák úr nágrenninu sem vildi þó ekkert með hana hafa þegar vinir hans voru í kring. „Hann var mjög ljúfur þegar við vorum bara tvö saman en þegar vinir hans voru með okkur kom hann fram við mig eins og ég væri einhver vandræðalegur smákrakki.“ View this post on Instagram A post shared by Cher (@cher) Þá segir Cher að vinir hans hafi sömuleiðis gert lítið úr henni og strákurinn hafi aldrei staðið upp fyrir henni. „Þetta særði mig svo mikið þannig að ég ákvað að stunda hefndar kynlíf með honum. Mig langaði ekkert til þess, annars hefði ég verið löngu búin að því vegna þess að hann hafði beðið mig svona fimm hundruð sinnum um það. En ég var svo reið að hann hafnaði mér svona að ég ákvað að lána honum meydóminn minn. Þegar þessari mjög svo ofmetnu reynslu var loksins lokið spurði ég hann: Var þetta bara það? Erum við búin? Svo bað ég hann að fara heim og aldrei koma aftur. Mig langaði að hann upplifði sömu höfnun og ég hafði fundið fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by Cher (@cher) Cher stóð föst á sínu og þrátt fyrir að strákurinn hafi oft reynt að hafa samband talaði hún aldrei við hann aftur. Þetta er ein af ótal sögum sem Cher deilir úr sínu lífi. Bókin heitir Cher The Memoir Part One og kom út 19. nóvember síðastliðinn. Ástin blómstrar í dag hjá Alexander Edwards og Cher.Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Ástin blómstrar hjá Cher sem er í dag 78 ára gömul. Poppgyðjan er í sambandi með fyrirsætunni Alexander Edwards sem er 38 ára gamall og því fjörutíu árum yngri.
Hollywood Bókmenntir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira