Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. nóvember 2024 11:26 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Hraun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni rennur nú til austurs og ógnar ekki innviðum. Fáar vísbendingar eru um hvort landris sé hafið á ný eða ekki. Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24