Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:54 Jón Gunnarsson skítur föstum skotum á Ásmund Einar Daðason sem sagði núverandi rekstrarvanda Ráðgjafar-og greiningarstöðvar vegna afstöðu fyrrverandi fjármálaráðherra til málaflokksins. Vísir Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira