Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange og Jenný Kristín Valberg skrifa 30. nóvember 2024 09:03 Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fjölskyldumál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun