Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 15:26 Eldgosið hófst fyrir viku síðan. Vísir/Vilhelm Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í uppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé einn gígur í gosinu virkur, en sá er austan við Stóra-Skógfell. Þá flæðir einn hrauntaumur enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli. . Gosórói hefur haldist stöðugur undanfarinn sólarhring. Jafnframt kemur fram að með minnkandi gosvirkni hafi sig umhverfis Svartsengi minnkað. „Þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar, þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Í síðustu tveimur gosum tók það rúma viku áður en landris varð greinilegt eftir að sig hægði á sér. Því er líklegt að viðbótarmælingar í allt að viku verði nauðsynlegar til að meta hvort kvikusöfnun undir Svartsengi muni halda áfram.“ Í dag er spáð suðvestanátt og því mun mengun berast til norðausturs, mögulega á höfuðborgarsvæðið. Í kvöld er hins vegar vestanátt, og síðan norðvestanátt, og þá mun mengunin færast til austurs og svo suðausturs. Á morgun er spáð norðaustanátt, og mun mengun þá berast til suðvesturs. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir gróðureldum á gosstöðvunum. Nýtt hættumat mun taka gildi um miðjan föstudag, klukkan 15, að öllu óbreyttu. „Miðað við þróun gossins undanfarna daga og gasdreifingarspá hefur hættumatið tekið breytingum frá síðustu útgáfu. Helsta breytingin er á svæði 1 (Svartsengi) þar sem heildarhætta er nú metin töluverð (appelsínugult) en var áður mikil (rautt) og á svæði 4 (Grindavík) þar sem heildarhætta var áður töluverð (appelsínugult) en er nú metin nokkur (gult). Á svæði 1 (Svartsengi) er hætta á hraunflæði og gasmengun áfram metin mikil en hætta vegna gjósku er nú metin nokkur en var áður töluverð. Fyrir svæði 4 (Grindavík) er eina breytingin sú að hætta á gasmengun er nú metin „töluverð“ en var áður „mjög mikil“. Samkvæmt gasdreifingarspá eru líkur á gasmengun í Grindavík á föstudaginn 29. nóvember.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Loftgæði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira