Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 23:17 Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar