Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2024 17:48 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Finnur Ingi Einarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað hann. Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira