Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar 29. nóvember 2024 13:22 Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar