Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn höfum lagt áherslu á jákvæða kosningabaráttu. Við finnum meðbyr. Fólk vill breytingar. Við höfum verið að hitta fólk um land allt og hlustað á það sem fólk hefur að segja. Ákall kjósenda er alls staðar það sama. Að hér verði mynduð ríkisstjórn sem er samhent og vinnur sameiginlega að hagsmunum fólksins í landinu. Stefna Viðreisnar er skýr, hópurinn er samhentur og gleðin við völd. Sjálfstæðisflokkurinn varar við sjálfum sér Því miður hefur þetta ekki verið raunin hjá flokkum sem óttast nú mjög um fylgi sitt. Flokkum sem hvorki virðast geta rekið kosningabaráttu á árangri né á eigin stefnu. Þá eru spunavélarnar ræstar í von um að hægt sé að rugla kjósendur í ríminu. Einna skýrast er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeirra helstu stefnumál er að allt sé öðrum að kenna. Söguskýringar eru margar hverjar frumlegar eins og að öll vandamál heimsins séu fundin upp í Reykjavíkurborg. Sjálfstæðisflokkurinn varar nú ákaft við vinstri beygjum eftir að hafa sjálfur setið í heil sjö ár í stjórn sem Vinstri græn leiddu lengst af. Mælingar sýndu líka að Sjálfstæðismenn voru ánægðari með formann VG en sinn eigin í stóli forsætisráðherra. Svikin loforð Sjálfstæðisflokkurinn talar um að Viðreisn ætli að þvinga þjóðina í ESB. Viðreisn óttast ekki kjósendur eins og reyndin virðist í Valhöll. Afstaða okkar er einfaldlega að þjóðin fái sjálf að kjósa um hvort við tökum aftur upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það verður enginn þvingaður í aðildarviðræður. Þessa ákvörðun tekur íslenska þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn gleymir líka alltaf að nefna að þau lofuðu þjóðinni fyrir kosningar 2013 að kjósa um áframhaldandi viðræður við ESB. Þau sviku það við fyrsta tækifæri. Valkvætt minni vinstri flokkanna Nýja Samfylkingin og flokkar vinstra megin við hana hafa sagt að Viðreisn sé á leið í hægristjórn með tveimur íhaldsflokkum. Flokkum sem treysta hvorki þjóðinni til að taka ákvörðun um eigin framtíð né konum til að ráða yfir eigin líkama. Samfylkingin nefnir þó helst ekki að hún hefur sjálf myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þau gagnrýna líka Viðreisn fyrir að standa með félögum á borð við SÁÁ, Ljósið, Reykjalund, Fæðingarheimilið í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og svo mætti lengi áfram telja. Stuðningur Viðreisnar við þessi fallegu félagasamtök kalla þau einkavæðingu. Þetta sýnir ákveðin vandræði flokkanna við að fóta sig í umræðunni. Og að taugakerfi þeirra er missterkt þegar á reynir. Skýr framtíðarsýn Viðreisn hefur valið jákvæða nálgun. Við erum með skýra stefnu um að mynda samhenta ríkisstjórn út frá miðjunni sem nær niður vöxtum, svo fólk geti keypt íbúð. Og keypt í matinn á einhverju eðlilegu verði. Við ætlum að skapa grundvöll fyrir nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum landsins. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um unga fólkið okkar, tryggja betri skilyrði fyrir börn að þroskast, fræðast og líða betur. Það gerum við ekki síst með því að efla heilbrigðisþjónustu, styðja við kennara landsins sem vinna oft við erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað. Við erum vön því að vinna saman sem eitt lið. Við ætlum okkur líka að vinna með samstarfsflokkum okkar - en ekki gegn þeim eins og fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn gengur óbundin til kosninga. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn. Engum öðrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun