Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 16:22 Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun