Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar 2. desember 2024 11:32 Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun