Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli S. Ólafsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun