Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. desember 2024 18:45 Mánaðarlegir notendur Facebook telja meira en þrjá milljarða. EPA Facebook, Instagram og fleiri miðlar Meta liggja sem stendur niðri víða um heim. Unnið er að viðgerð. Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. Uppfært klukkan 23:20: Í færslu á X-síðu Meta segir að verið sé að leggja lokahönd á viðgerð vegna bilunarinnar. „Við erum komin 99 prósent áleiðis,“ segir í færslunni. Beðist sé velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin olli. Ekki liggur fyrir hvað olli því að miðlar Meta virkuðu ekki sem skyldi í kvöld. Á vefsíðunni Downdetector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis og fram eftir kvöldi. Tilkynningar um mögulegar bilanir hafa borist frá Asíu, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku og Eyjaálfu. Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. „Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X. X Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. Uppfært klukkan 23:20: Í færslu á X-síðu Meta segir að verið sé að leggja lokahönd á viðgerð vegna bilunarinnar. „Við erum komin 99 prósent áleiðis,“ segir í færslunni. Beðist sé velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin olli. Ekki liggur fyrir hvað olli því að miðlar Meta virkuðu ekki sem skyldi í kvöld. Á vefsíðunni Downdetector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis og fram eftir kvöldi. Tilkynningar um mögulegar bilanir hafa borist frá Asíu, Evrópu, Norður- og Suður Ameríku og Eyjaálfu. Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. „Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X. X Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira