Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 12. desember 2024 15:28 Sigurlín Margrét hefur sinnt döff leiðsögn á Listasafni Íslands. Listasafn Íslands Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Hafði mikið áhrif á líf hennar RÚV var sýknað af öllum kröfum Sigurlínar Margrétar með Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rétt rúmu ári. Landsréttur vísaði málinu frá dómi síðdegis en úrskurður þess efnis hefur ekki enn verið birtur. Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Hafi ekki óskað eftir því að vera launþegi Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Úrskurður Landsréttar hefur ekki enn verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir. Dómsmál Ríkisútvarpið Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Hafði mikið áhrif á líf hennar RÚV var sýknað af öllum kröfum Sigurlínar Margrétar með Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rétt rúmu ári. Landsréttur vísaði málinu frá dómi síðdegis en úrskurður þess efnis hefur ekki enn verið birtur. Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Hafi ekki óskað eftir því að vera launþegi Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Úrskurður Landsréttar hefur ekki enn verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir.
Dómsmál Ríkisútvarpið Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent