Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 14. desember 2024 08:03 Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin gegna lykilhlutverki við að uppfylla skuldbindingar okkar Íslendinga um samdrátt í losun. Stjórnvöld þurfa að halda vel á spilum á næstu árum svo hægt verði að afla nægilegrar orku til orkuskipta og draga um leið úr losun. Hinn 12. desember sl. voru slétt 9 ár frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað af þjóðum heims sem sammæltust þar með um að stefna að því að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C frá iðnbyltingu. Allar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörkum svo halda megi hlýnun jarðar innan þeirra marka og koma þannig í veg fyrir kostnaðarsamar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þar skiptir samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda mestu máli. Samdrátturinn má þó ekki koma niður á öðrum umhverfisþáttum, svo sem líffræðilegri fjölbreytni. Miklar skuldbindingar Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um samdrátt í losun og hefur skuldbundið sig til að draga úr samfélagslosun um 41% árið 2030 miðað við árið 2005. Samfélagslosun er öll losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum, sem og losun vegna úrgangs, landbúnaðar, orkuvinnslu jarðvarma og vegna smærri iðnaðar. Standi íslensk stjórnvöld ekki við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun munum við þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir það sem upp á vantar. Sá kostnaður gæti árlega numið 1 milljarði kr. til að byrja með og allt að10 milljörðum kr. þegar fram líða stundir. Til þess að uppfylla skuldbindingar okkar um 41% samdrátt í samfélagslosun þurfum við að draga úr árlegri losun um 900 þúsund tonn koldíoxíðsígilda fyrir árið 2030. Burt með olíuna Samfélagslosun vegna olíunotkunar, t.d. í vegasamgöngum og á fiskiskipum, er um 1,5 milljónir tonna ár hvert. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar olían líka töluvert – um 65 milljarðar árlega sem eru þá greiddir út úr landi. Því er ljóst að til mikils er að vinna með því að skipta olíunni út fyrir innlenda endurnýjanlega orku. Samkvæmt orkuspá Landsnets gæti þurft um 5 teravattstundir (TWst) af raforku fyrir orkuskiptin til ársins 2035, til viðbótar við þær 20 TWst sem nú eru unnar hér á landi árlega. Áætlað er að um 1 TWst til viðbótar þyrfti til að klára að skipta út allri olíu innan samfélagslosunar. Meiri óvissa ríkir um þróun orkuskipta árin þar á eftir. Þau verkefni sem við hjá Landsvirkjun erum nú að hefja framkvæmdir við, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, ásamt stækkun Sigöldu og Þeistareykja sem eru á lokametrum undirbúnings, munu skila 1,7 TWst samanlagt. Uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings, leyfisferla og framkvæmdatíma enda þurfum við að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru, samhliða ávinningi til samfélagsins. Orkuskiptin ein og sér nægja ekki. Við þurfum líka að bæta orkunýtingu. Samkvæmt rannsókn á tækifærum til bættrar orkunýtingar á Íslandi sem gerð var árið 2023 er hægt að spara um 0,4 TWst árlega með tækni sem þegar er til, án óheyrilegs kostnaðar. Að auki væri hægt að ná fram sparnaði á um 0,8 TWst til viðbótar á næstu 5 - 10 árum, en þó með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Loks mætti svo enn spara um 0,4 TWst, en til þess þyrfti miklar fjárfestingar, betri tækni og lengri tíma. Leggjumst öll á árar Við þurfum öll að leggjast á árarnar svo hægt verði að afla meiri endurnýjanlegrar orku til orkuskipta, hætta að nota jarðefnaeldsneyti og draga úr annarri losun. Skuldbindingar Íslands til alþjóðasamfélagsins eru skýrar og mikilvægt að stjórnvöld haldi dampi – enda er ávinningur fyrir okkur öll af því að búa í samfélagi sem tekur loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim alvarlega. Við skulum öll halda áfram að leggja grunn til framtíðar, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að því að hlýnun jarðar verði haldið í skefjum. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar