Segist ekkert hafa rætt við Man. City Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 11:01 Pep Guardiola og Ruben Amorim leiða saman hesta sína í Manchester í dag. Amorim segir aldrei hafa staðið til að hann tæki við af Guardiola hjá Manchester City. Getty/Gareth Copley Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur. Amorim tók við United fyrir mánuði síðan, eftir að Erik ten Hag var rekinn. Portúgalinn hafði áður verið nefndur sem mögulegur arftaki Pep Guardiola hjá City en fullyrðir að það hafi aldrei verið inni í myndinni. „Aldrei. Ég átti aldrei [í viðræðum við City]. Þetta var eini kosturinn hjá mér,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudaginn. „Þegar Manchester United hafði samband við mig þá var ég ekki í vafa, því ég var þá þegar með í huga að þetta gæti verið möguleiki,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim on chances to be new Man City manager before Man United call: “Never. Never heard from them and Man United was my only option”.“When Man Utd talked to me I had no doubts. I had already something in my mind that could be a possibility”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/ueDrP42xV6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2024 Samningur Peps Guardiola við City átti að renna út næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs framlengingu eins og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Amorim hefur ekki átt neina draumabyrjun í starfi hjá United, en að sama skapi hefur allt gengið á afturfótunum hjá City. Liðin ætti því svo sannarlega að hungra í sigur í dag. Amorim hefur stýrt United í fjórum deildarleikjum og er uppskeran aðeins fjögur stig, en auk þess hefur liðið unnið tvo leiki í Evrópudeildinni. Sé horft til síðustu tíu leikja City, í öllum keppnum, er eini sigur liðsins 3-0 sigurinn gegn Nottingham Forest fyrir tíu dögum. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Crystal Palace og tapaði svo 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag. Segir City-menn á betri stað í dag „Ég hugsa aldrei um þessa hluti. Við spilum við frábært lið og ég er meira að hugsa um okkar vandræði, því við glímum við margt sjálfir,“ sagði Amorim spurður út í slæmt gengi City. „Ég einbeiti mér bara að því sem við þurfum til að vinna á sunnudaginn, og er mjög einbeittur á mitt lið,“ bætti hann við. Rétt áður en Amorim hætti með Sporting Lissabon stýrði hann liðinu til 4-1 sigurs gegn City í Meistaradeildinni. Það veitir honum þó enga hugarró núna. „Bestu liðin geta svarað fyrir sig hvenær sem er, og ég held að þeir séu á betri stað en við varðandi sinn skilning á leiknum, hvernig eigi að spila og varðandi sjálfstraust. Jafnvel eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Amorim tók við United fyrir mánuði síðan, eftir að Erik ten Hag var rekinn. Portúgalinn hafði áður verið nefndur sem mögulegur arftaki Pep Guardiola hjá City en fullyrðir að það hafi aldrei verið inni í myndinni. „Aldrei. Ég átti aldrei [í viðræðum við City]. Þetta var eini kosturinn hjá mér,“ sagði Amorim á blaðamannafundi á föstudaginn. „Þegar Manchester United hafði samband við mig þá var ég ekki í vafa, því ég var þá þegar með í huga að þetta gæti verið möguleiki,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim on chances to be new Man City manager before Man United call: “Never. Never heard from them and Man United was my only option”.“When Man Utd talked to me I had no doubts. I had already something in my mind that could be a possibility”.@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/ueDrP42xV6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2024 Samningur Peps Guardiola við City átti að renna út næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs framlengingu eins og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Amorim hefur ekki átt neina draumabyrjun í starfi hjá United, en að sama skapi hefur allt gengið á afturfótunum hjá City. Liðin ætti því svo sannarlega að hungra í sigur í dag. Amorim hefur stýrt United í fjórum deildarleikjum og er uppskeran aðeins fjögur stig, en auk þess hefur liðið unnið tvo leiki í Evrópudeildinni. Sé horft til síðustu tíu leikja City, í öllum keppnum, er eini sigur liðsins 3-0 sigurinn gegn Nottingham Forest fyrir tíu dögum. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Crystal Palace og tapaði svo 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudag. Segir City-menn á betri stað í dag „Ég hugsa aldrei um þessa hluti. Við spilum við frábært lið og ég er meira að hugsa um okkar vandræði, því við glímum við margt sjálfir,“ sagði Amorim spurður út í slæmt gengi City. „Ég einbeiti mér bara að því sem við þurfum til að vinna á sunnudaginn, og er mjög einbeittur á mitt lið,“ bætti hann við. Rétt áður en Amorim hætti með Sporting Lissabon stýrði hann liðinu til 4-1 sigurs gegn City í Meistaradeildinni. Það veitir honum þó enga hugarró núna. „Bestu liðin geta svarað fyrir sig hvenær sem er, og ég held að þeir séu á betri stað en við varðandi sinn skilning á leiknum, hvernig eigi að spila og varðandi sjálfstraust. Jafnvel eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira